Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Qupperneq 101
101
þvi þrengir oss öllum nú með englaher
að lofa guð með jöfnuði. uppstiginn er.
Þýðingin varð ekki eins langlíf og hin (78. sálmur), enda
er hún mjög gölluð að rimi. Þó bregður fyrir snilld, t. d.
i 2. er.:
Sætt lof sönnum kongi firam og fjórar')
sungu vel og lengi englakórar.
Lagboði er sem við 78. sálm.
80. Heill helgra manna.
Sb. 1589, bl. lvj—lvij; sb. 1619, bl. 55-6; sb. 1671, bl. 102-3; sb. JÁ.
1712, bls. 195—6; sb. 1746, bls. 195—6; sb. 1751, bls. 314; gr. 1607 (i við-
auka) og allir gr. siðan; s-rasb. 1742. — Lagið er 1 sb. 1589 og 1619, gr.
1607 og öllum gr. síðan.
Sálmurinn er 6 erindi og upphafserindið undir laginu (nr.
41). Þetta er latínskur hymni frá 11. öld, eftir ókunnan höf-
und, »Vita sanctorum, decus angelorum«. Er þýðingin gerð
beint, en ekki eflir hinni þýzku þýðingu Jóhanns byskups
Spangenbergs i Mansfeld (d. 1550), »Der heiligen Leben thut
stets nach Gott streben«,1 2 3) enda er miklu meiri snilldarbrag-
ur á hinni islenzku þýðingu, þótt ekki sé ógölluð, en á hinni
þýzku, sem vonlegt var, er hinn íslenzki þýðandi gat hér
notað að nokkuru háit, er var þjóðtamur íslendingum um
allar aldir, og þó ekki fjarlægzt mjög hinn upprunalega, sem
að jafnaði er kenndur við Sapfó skáldkonu. Þess skal getið,
að í sb. 1589 og 1619, gr. 1607 og öllum gr. síðan og s-msb.
1742 er sálmurinn uppstigningarsálmur, enda var hann í önd-
verðu ætlaður og notaður á páskatímum (»in tempore pas-
chali«), en i sb. 1671 og hinum sh. er hann fluttur á Mika-
elsmessu.
Lagið (nr. 41) finnst ekki við sálminn (eða hymnann) í
útlendum söngbókum og gæti þvi verið al norrænum toga
spunnið (úr Breviarium Holense).
81. Eg irúi á guð eilífan.
Sb. 1589, bl. lvij; sb. 1619, bl. 56; sb. 1671, bl. 92; sb. JÁ. 1742, bls.
174-5; sb. 1746, bls. 174-5; sb. 1751, bls. 292—3; Hgrb. 1772, bls. 60—1.
Sálmurinn er 6 erindi og nákvæm þýðing á þýzkum sálmi,
»Ich glaube an Golt, den Vater mein«, eftir Jóhannes Zwick.8)
Býðingin er i betra lagi, þólt gölluð sé að rími. Upphaf er svo:
Eg trúi á guð eilifan Ich glaub’ an Gott, den Vater raein,
og hans son Jesum Christum, auch seinen einigen Sohne,
1) Sb. 1619: »fjórir«.
2) Daniel I. bls. 238; Koch I. bls. 107; Wackernagel bis. 17 og 339.
3) Wackernagel bls. 459—60; Tucher I. bls. 78.
13