Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Síða 103
103
bls. 177-r-8; sb. 1746, bls. 177—8; sb. 1751, bls. 296; gr. 1594 (á hvíta-
sunnu) og allir gr. síðan; s-msb. 1742. — Lagiö er í sb. 1619 og öllum gr.
Sálmurinn er 7 erindi og upphafserindið sýnt undir laginu
(nr. 42). Fyrirsögn er; »Veni, creator spiritus: D. Mart. Luth.«
Er þetta svo að skilja, að hér sé farið eftir stælingu Lúthers,
»Komm, Golt Schöpfer, heiliger Geist«, á hinum gamla la-
tínska lofsöng1 2), enda reynist það rétt, og er þetta bezta
þýðingin i sb. 1589 fram að þessu, alveg gallalaus að rimi,
sú eina hingað til, og furðanlega snjöll; ekki lifði þó sálm-
urinn grallarann. Gisli byskup Jónsson hafði og þýtt þenna
sálm úr dönsku, »Kom, guð faðir og helgi and« (1. sálmur
í kveri hans), en ekki hefir Guðbrandur byskup litið við
henni, og er hún þó ein hinna skástu sálmaþýðinga Gisla
byskups.
Lagið fylgdi sálminum í þýzkum sb. á 16. ölds), var og
með hinni dönsku þýðingu i sb. HTh. (bl. 106) og gr. NJesp.
(bls. 267). Lagið lifði og þýðinguna í islenzkum kirkjusöng,
þótt fellt hafi verið á annan hátt við sálma en að öndverðu
(pr. í ASæm. Leiðarv., bls. 49, PG. 1861, bls. 69).
85. Nú biðjum vér heilagan anda.
Sb. 1589, bl. lix—lx; sb. 1619, bl. 59; gr. 1594 (á jólaföstu) og allir
gr. síðan; s-rasb. 1742. — Lagið er í öllum gr.
Sálmurinn er 4 erindi og upphafserindið sýnt undir laginu
(nr. 43). í sb. 1589 er fyrirsögn: »Nú biðjum vér helgan
anda«. Bendir þetta á eldri þýðing sálmsins, enda er svo,
og er þetta þýðing Gísla byskups Jónssonar (3. sálmur í
kveri hans) á danskri þýðingu, »Nu bede vi den Helligaand«,
á sálmi Lúthers, »Nun bitten wir den heiligen Geist«. Hefir
Guðbrandur byskup tekið þýðinguna upp því nær óbreylta.
í gr. er sálmurinn gerður að sekvenzíu; þetta og lagið, sem
sett er við þegar í gr. 1594, hefir bjargað lífi þýðingarinnar,
en grallarann lifði hún ekki. Þetta er ein hinna langlélegustu
sálmaþýðinga, sem Guðbrandur byskup hefir notað, þótt ein
sé hinna skástu Gisla bj'skups, og er undarlegt, hve mikið
Guðbrandur byskup hefir hér látið standa óhaggað. En ber-
sýnilegt er það, að hann hefir fundið til annmarka, því að
ekki treystir hann sér til annars en að láta aðra þýðing
fylgja þegar eftir (sjá næsta sálm), líklega til þess að byggja
þessari út. Liklegt er því, að hann hafi lofað þýðingunni að
1) Wackernagel bls. 138, sbr. 16.
2) Zahn I. bls. 80.