Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Page 106
106
os,« (sb. HTh., bl. 82—3, en lítils háttar afbrigði i lagi); hin
þriðja, »Kyrie, guð faðir hæsta traust«, er þýðing Gisla byskups
Jónssonar, nálega óbreytt (aftan við 1. sálm í kveri hans),
einnig úr dönsku, »Kyrie, Gud Fader alsomhöjeste Tröst«
(sb. HTh., bl. 99—100, og gr. NJesp., bls. 5—7, með lítils háttar
afbrigðum í lagi). En að uppruna eru þær allar vitanlega
latinskar og þýzkar.1 2 3)
89. Ó, þú þrefalda eining blið.
Sb. 1589, bl.Jxiij; sb. 1619,bl.63; sb. 1671, bl.95; sb. JÁ. 1742, bls. 180;
sb. 1746, bls. 180; sb. 1751, bls.299; gr. 1607 (í viðauka) og allir gr. siðan;
s-msb. 1742. — Lagið er i sb. 1589 og 1619, gr. 1607 og öllum gr. síðan.
Sálmurinn, 2 erindi + 1 lofgerðarvers, er þýðing á latínsk-
um hymna, »0 lux, beata trinitas«, sem eignaður er Am-
brósiusi byskupi, en mun þó nokkuru yngri. Lúther þýddi
hymna þenna, »Der du bist drei in Einigkeit«; á dönsku er
og þýðing i sb. HTh., »0 du trefoldig Enighed«. Allar eru
þýðingarnar líkar. Islenzka þýðingin er í liðlegra lagi og ógöll-
uð að lokarimi. Upphafserindið er undir laginu (nr. 46).
Lagið er með ýmsum afbrigðum bið sama sem í þýzkum
sb. og sb. HTh. (bl. 323-4).8)
90. Heilaga þrenning, hjá oss sért.
Sb. 1589, bl. lxiij; sb. 1619, bl. 63; sb. 1671, bl. 95; sb. JÁ. 1742, bls.
180—1; sb. 1746, bls. 180-1; sb. 1751, bls. 299—300; gr. 1607 (í viðauka)
og allir gr. síðan; s-msb. 1742.
Sálmurinn, 5 erindi, er nákvæm þýðing, gallalaus um loka-
rím og í liðlegra lagi á latínskum hymna á trinitatishátíð,
»Adesto, sancta trinitas«, eftir ókunnan höfund.4 5) Upphafs-
erindi er svo:
Heilaga þrenning, hjá oss sért, á öllum hlutum ert þú ein
hæst guðdómstign, sem samjöfn ert; upphaf, sem fylgir ei ending nein.
Lagboði er næsti sálmur á undan.
91. ó, guð, sannur í einingu.
Sb. 1589, bl. lxiij—lxiiij; sb. 1619, bl. 63—4; sb. 1671, bl. 95-6; sb.
JÁ. 1742, bls. 181—2; sb. 1746, bls. 181—2; sb. 1751, bls. 300—1; gr. 1607
(i viðauka) og allir gr. síðan; s-msb. 1742.
Sálmurinn, 12 erindi, er frumkveðinn af Michael Weisse,
»0 göttliche Dreifaltigkeit«.8) Er þýðingin nákvæm, heldur
liðug, en ekki alveg ógölluð um rím. Upphafserindi:
1) Skaar 1. bls. 5 og 527.
2) Daniel I. bls. 36; Koch I. bls. 51; Wackernagel bls. 3 og 150; Skaar
I. bls. 224-6.
3) Zahn I. bls. 93; Baumker I. bls. 662; Nutzhorn II. bls. 291.
4) Mone I. bls. 10; Danicl I. bls. 275.
5) Wackernagel bls. 269—70; Tucher I. bls. 89—90.