Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Side 108
108
sálmi, »Vér heiðrum þig, guð, i hæstum stað« (2. sálmur i
kveri hans), sem telja má eftir atvikum i snjallara lagi. t*ó
virðist svo sem Guðbrandur hafi ekki verið alls kostar á-
nægður með þessa þýðing, þvi að jafnframt lætur hann fylgja
þýðing hins þýzka frumsálms (þó að óvíst sé, að honum
hafi verið kunnugt um það, að hér var um sama sálm að
ræða, sbr. næsta sálm). En lagið hefir lengt líf þýðingar
Gisla byskups og hitt, að mönnum hefir þess vegna orðið
hún töm. Upphafserindið er undir laginu (nr. 47).
Lagið er i þýzkum sb. með sálminum og eignað höfundi
hans.1) Það er og í sb. HTh. (bl. 109) og gr. NJesp. (bls.
7—8). Pað heldst enn í islenzkum kirkjusöng, þótt vikið
hafi verið frá þeirri mynd, sem það hefir i gröllurum vorum.
94. Heiður sé guði himnum á.
Sb. 1589, bl. lxv; sb. 1619, bl. 65; sb. 1671, bl. 97; sb. JÁ. 1742, bls.
184; sb. 1746, bls. 184; sb. 1751, bls. 302-3; gr. 1607 (í viðauka); gr.
1649 og allir gr. siðan; s-msb. 1742.
Sálmurinn er 4 erindi og i sb. ranglega eignaður Lúther.
Hann er eftir Nikulás Hovesch, hinn sami sem næsti á undan,
»Allein Gott in der Höhe sei Ehr«2), en engu erindi við aukið,
heldur þýtt beint el’tir frumsálminum. Er þýðingin að visu
gölluð að rími, en þó betri en fyrri þýðingin, þótt ekki kom-
ist til jafns við þýðing Marteins byskups. Þessi varð og lang-
lifari og var lítið breytt i sb. 1801 — 84. Upphaf:
Heiður sé guði himnum á
og hæst lof fyrir uáð sína,
að héðan af oss aldrei má
ógn né kvöl nokkur pína.
Á jörð höfum nú fengið frið,
föðurnum þokknast mannkynið;
nú hlaut öll heift að dvina.
Allein Gott in der Höhe sei Ehr
und Dank fiir seine tínade,
darum dass nun und nimmer mehr
uns riihren kann ein Schade.
Ein Wohlgefalln Gott an uns hat,
nun ist gross Fried ohn Unterlass;
all Fehd hat nun ein Endc.
Lagboði var að sjálfsögðu næsti sálmur á undan, en er
hann féll niður, fluttist lagið að þessum (ASæm. Leiðarv.,
bls. 38, PG. 1861, bls. 43).
95. Guð, vor Jaðir, vertú oss hjá.
Sb. 1589, bl. ixv-lxvj; sb. 1619, bl. 65—6; sb. 1671, bl. 97—8; sb.
JÁ. 1742, bls. 184-5; sb. 1746, bls. 184-5; sb. 1751, bls. 303-4; gr. 1594
(messuupphaf á trinitatishátíð) og allir gr. síðan; s-msb. 1742, — Lagið
er með sálminum í sb. 1589 og 1619 og gr. 1594.
Sálmurinn er 3 erindi, þó svo, að í 2. er. er að eins breytt
fyrstu orðunum, »Jesu Christe, vertú oss hjá«, og í 3. er. á
sama hált, »Heilagi andi, vertú oss hjá«, en að öðru leyti
1) Zahn III. bls. 80—1; Nutzhorn I. bls. 195 o. s. frv.
2) Wackernagel bls. 338; Tucher I. bls. 197.