Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Page 112
112
103. Lo/ söng guði mey Maríá.
Sb. 158'J, bl. lxx; sb. 1619, bl. 69-70; sb. 1671, bl. 100—1; sb. JA. 1742,
bls. 191—2; sb. 1746, bls 191-2; sb. 1751, bls. 310-11; gr. 1607 (í viö-
auka) og allir gr. síðan; s-msb. 1742.
Þessi Mariulofsöngur (Magnifical) er 4 erindi + 1 lofgerð-
arvers og er orktur af Symphorianus Pollio, presli í Strass-
burg (d. 1533), »Mein Seel erhebt den Herren meiníí.1) Þýð-
ingin er furðanlega góð, þótt gölluð sé um rím, enda háttur
dýr. Upphaf:
Lof söng guði mey Maríá: ,Mein Seel erhebt den Hcrren mcin,
Min sál vorn drotlin tignar; mcin Geist thut sich erspringen
hjálpræði mitt er herra sá; in dem der soll mein Heiland scin,‘
honum minn andi fagnar. Maria so tliut singen.
Mig viriist sjá, | þó væri smá, ,Mich schlecht Maid, | auch Nichligkcit,
af miskunn ambátt sína. allein hat angesehen,
Héðan í frá | hver ætt mun tjá in mir vollbracht | sein göttlich Macht,
sællega sælu mina. all G’schlecht mir Lob verjehen1.
Lagboði er: »Blessaður að eilífu sé« (»Sælir eru, þeim
sjálfur guð«).
104. Herra minn guð, eg heiðra þig.
Sb. 1589, bl. ixxj; sb. 1619, bl. 70; sb. 1671, bl. 101—2; sb. JA. 1742,
bls. 192—3; sb. 1746, bls. 192—3; sb. 1751, bis. 311—12; gr. 1607 (i viðauka).
Sálmurinn er 5 erindi -)- 1 lofgerðarvers og er frumorktur
af Erasmus Alberus af sama efni sem síðasti sálmur á undan,
»Mein lieber Herr, ich preise dich«.2 3) Þýðingin er liðug, en
gölluð nokkuð að venjulegum hætti. Upphaf:
Herra minn guð, eg heiðra þig,
hjarta mitt í þér gleður sig,
að eg forlitin ambátt þín
af þinni náö er nú ásén.
Jafnan segja mig sæla því
sérhverjar þjóðir heimi f,
að hefir með þinni hæstu magt
heiður dýrastan mér til lagt.
Mein lieber Herr, ich preise dich,
von ganzem Herzen freu’ ich mich,
dass ich dein’ arme Dienerin,
mit Gnaden angesehen bin.
All Gottes Kinder werden mich
des selig sprechen ewiglich,
du liast mich durch dein’ grosse Macht
zu solchen grossen Ehren bracht.
Lagboði er: »Nú bið eg, guð, þú náðir mig«.
Hér fer á eftir (sb. 1589 og 1619, allir gr. og s-msb. 1742,
með lagi i öllum gr. og s-msb. 1742) »Sanctus útdregið af
þeim vj. cap. Esajæ«, »Esajas spámann öðlaðist að fá«, þýtt
úr þýzku, »Jesaja dem Propheten das geschah«, eftir Lúther8)
og var haft að messuupphafi á Mikaelsmessu. Guðbrandur
byskup hefir bersýnilega ekki verið vel ánægður með þessa
1) Wackernagel III. bls. 509—10; Zahn IV. bls. 464—5; Koch II. bls.
102-3.
2) Wackcrnagel bls. 226; Tucher I. bls. 188, sbr. 194.
3) Wackernagel_bls. 144.