Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Page 113
113
þýðing, enda í lélegra lagi, með því að hann lét fylgja aðrá
þýðing, »Esajas spámann í anda sá« (sb. 1619, gr. 1607—1779
og s-msb. 1742). Má því ætla, að fyrri þýðingin sé tekin úr
söngbók Ólafs Hjaltasonar, því að ekki er hún i kveri Mar-
teins né Gísla. Lagið fylgdi í þýzkum sb., enda eignað Lúther,1)
og í sb. HTh. (bl. 125-6) og gr. NJesp. (bls. 367-9). Að
öðru skal hér ekki nánara rakið.
105. Þér þakkir gerum, skapara vorum.
Sb. 1589, bl. lxxij; sb. 1619, bl. 72; sb. 1671, bl. 102; sb. JÁ. 1742, bls.
194—5; sb. 1746, bls. 194-5; sb. 1751, bls. 312-13; gr. 1607 (í viðauka)
og allir gr. síðan; s-rasb. 1742. — Sérstakt lag er tekið upp í gr. 1691
og er í öllum gr. siðan.
Sálmurinn er 11 erindi og hélzt óbreyttur (tvær meinlegar
prentvillur i sb. 1589 eru lagfærðar í næstu útgáfum sálms-
ins). Petta er þýðing á latínskum hymna, »Dicimus grates
tibi, summe rerum«, eftir Filippus Melankþón,2 3) nákvæm
erindi til erindis; ekki hefir þýðandanum tekizt að sama
skapi um rím, en haldið þó furðanlega frumhætti (Sapfóar-
brag), sem hann hefir ekki viljað bregða af. Upphaf:
Pér pakkir gerum, skapara vorum; Dicimus grates tibi, summe rerum
pínum syni skæra skapaöir pú skara, conditor, gnato tua quod ministros
eldlega sveina, andana hreina, flammeos fioxit manus angelorum
englana pína. agmina pura.
1 öllum sb. er lagboði: »Vita sanctorum« (»Heill helgra
manna«), eins eftir það, að sérstakt lag var tekið við sálm-
inn (gr. 1691).
106. Drottinn, út send nú anda þinn.
Sb. 1589, bl. Ixxij—Ixxiij; sb. 1619, bl. 81; sb. 1671, bl. 104; sb. JÁ.
1742, bls, 198-9; sb. 1746, bls. 198-9; sb. 1751, bls. 317; Hgrb. 1772,
bls. 103-4.
Sálmurinn er 2 erindi, og hélzt hann óbreyttur, nema hvað
einni ljóðlínu er vikið lítils háttar við í sb. 1619 (og hélzt
svo siðan): »Droltinn sendi nú anda sinn«. Hann er orktur
af Jóhannesi Zwick, »Herr Gott, dein’ Treu’ mit Gnaden
leist«.8) Er þýðingin nákvæm og heldur liðleg, þótt ekki sé
alveg ógölluð um lokarim. Hefir og sálmurinn þókt hjart-
næmur á íslandi, því að hann var í sb. 1801-66 (nr. 105)
og sb. 1871—84 (nr. 150). Þess skal getið, að síðasta (3.) er-
indi frumsálmsins, »Jetzund so bitten wir dich, Herr«, var
1) Zahn, V. bls. 222, sbr. 400.
2) Wackernagel bls. 37.
3) Wackernagel bls. 454; Tucher I. bls. 83.