Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Side 117
Erindið hefir að geyma, eins og segir í fyrirsögn sb. 1589:
»Stutt innihald allra guðs boöorða«. Ekki verður fundin út-
lend fyrirmynd að þessu, svo að ætla má, að frumkveðið sé
á íslenzku, þótt lítill snilldarbragur sé á, sem varla er von
eftir tilgangi þess, að festa tornæmum mönnum í minni efni
boðorðanna í réttri röð. Þess skal getið, að erindi þetta var
tekið lítið breytt, »Elska guð, ei skaltu sverja«, upp í Vísna-
bók 1612 (bls. 297-8; 2. útg. Hól. 1748, bls. 279-80), og er
þar upphafserindi í sálmi, sem hefir að geyma ágrip af kristi-
legum fræðum í 7 erindum, sjálfsagt í sama tilgangi, þ. e. til
stuðnings tornæmum mönnum. Mun því allur sálmurinn
vera frumorktur á íslenzku. t*ó minnir hann á danskan sálm
sama efnis, en með öðrum bragarhætti, »Mit Barn, frygt den
sande Gud«, eftir Bertel Pedersön, sem er annars ókunnur
maður, enda sá sálmur orktur siðar.1)
Lagboði er: »Pange lingva fgloriosij«, [»Tunga mín af hjarta
hljóði«).
115. Vér trúum allir á einn guð.
Sb. 1589, bl. Ixxviij; sb. 1619, bl. 86; gr. 1594 (messu-credo um jóla-
tímann); gr. 1649 og allir gr. síðan; s-msb. 1742. — Lagið er í öllum gr.
Pessi trúarjátningarsálmur (Credo) er 3 erindi, og eru þau
ekki alveg samhljóða í útgáfunum, þó að breytingarnar séu
óverulegar. Upphafserindið er undir laginu (nr. 55). Höfund-
ur er Lúther,2 3) »Wir glauben all an einen Golt«, og kemur
1 er. heim við þýðing Gísla byskups Jónssonar (4. sálmur í
kveri hans, þar þýlt úr dönsku »Vi tro allesammen paa en
Gud«), en hin tvö erindin eru þýdd beint úr þýzku. Mar-
teinn byskup hafði þýtt sálm þenna fyrst (3. sálmur i kveri
hans), en ekki hefir sú þýðing verið notuð hér. Upphafsorð-
in eru fyrirsögn. Þetta og eins hitt, hve þ^’ðingin er óvönd-
uð, gæti þókt benda til þess, að hún sé komin úr söngbók
ólafs byskups Hjaltasonar. Sálmur þessi hefir samt orðið
langlífur, var i öllum íslenzkum sb. á 19. öld og er enn, þólt
tekið hafi breytingum.
Lagið fylgdi sálminum í þýzkum sb. og var af sumum
eignað Lúther, en þó mun það nú þykja óvíst.8) Það er og
í sb. HTh. (bl. 117—18) og gr. NJesp. (bls. 11—13). í breyttri
mynd er það i PG. 1861, bls. 110 (sbr. ASæm. Leiðarv., bls.
96), og hefir haldizt svo síðan.
1) Brandt & Helweg I. bls. 210—11.
2) Wackernagel bls. 141.
3) Zahn ÍV. bls. 626—7.