Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Síða 119
119
Þýðingin er nákvæm, erindi til erindis, en þó ein hinna beztu
frá þessum tímum, liðug, nálega gallalaus um rím og nær
vel innileika frumsálmsins. Marteinn byskup Einarsson hafði
þýtt sálm þenna áður, »Faðir vor, hver ert himnum á« (23.
sálmur í kveri hans), heldur liðlega, þótt ekki sé hann hér
tekinn upp.
Lagið fylgdi sálminum í þýzkum sb. og var fyrrum eignað
Jóhanni Walther, sem var vinur Lúthers og einn hinna helztu
sönglagasmiða í flokki hinna fyrstu lúthersku manna, en
ekki þykir nú mega eigna honum það með vissu.1 2) Það er
og í sb. HTh. (bl. 119—20) og gr. NJesp. (bls. 430—2). Það
hefir jafnan þókt mjög fagurt; lifði það þýðinguna (sbr. ASæm.
Leiðarv., bls. 32, PG. 1861, bls. 29) og lifir enn í islenzkum
kirkjusöng, þótt ýmsir aðrir textar séu nú látnir fylgja því.
120. Ó, guð vor faðir, sem í himnaríki ert.
Sb. 1589, bl. Ixxxij—lxxxiij; sb. 1619, bl. 91; gr. 1594 (í viðauka, á
bænadögum) og allir gr. síðan; s-msb. 1742. — Lagið er í sb. 1619 og
öllum gr.
Sálmurinn, 3 er., er í sb. ranglega eignaður Lúther; höfund-
urinn var Ambrósíus Moibanus, prestur í Breslau (f. 1494, d.
1554), »Ach, Vater unser, der du bist«.8) Þýðingin er ná-
> kvæm, erindi til erindis, og í skárra lagi, þótt gölluð sé að
venjulegum hætti. Upphafserindið er undir laginu (nr. 58).
Var sálmur þessi þvi nær óbreyttur í sb. 1801—66. Áður var
til þýðing þessa sálms eftir Gísla byskup Jónsson, »Ó, guð,
vor faðir, sem ert altið himnum á« (11. sálmur i kveri hans),
eftir danskri þýðingu, »0 Gud, vor Fader, du som est i Him-
merig«. Hafa Danir hingað til ætlað sálm þenna frumkveð-
inn á dönsku,3) en það reynist nú rangt, svo að hér er að
eins um þj'ðing á sálmi Ambrósiusar Moibanusar að ræða.
Lagið er með sálminum i þ^'zkum sb. á 16. öld og eignað
Jóhanni söngstjóra Kugelmann í Königsberg (d. laust eftir
1540).4 5) Það reynist því einnig rangt, sem danskir fræðimenn
hafa ætlað um lagið, að það sé danskt, sem sáimurinn.6) Það
er og í sb. HTh. (bl. 120—1). Það er pr. í ASæm. Leiðarv.,
bls. 58, og PG. 1861, bls. 84—5, en er nú aflagt í íslenzkum
kirkjusöng.
1) Zahn II. bls. 141; Koch I. bls. 187.
2) Koch I. bls. 367—8; Wackernagel bls. 682.
► 3) Nutzhorn I. bls. 243.
4) Zahn V. bls. 195, sbr. bls. 401.
5) Nutzhorn I. bls. 243.