Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Side 120
121. Faðir vor, sem á himnum ert.
Sb. 1589, bl. lxxxiij; sb. 1619, bl. 90-1; sb. 1671, bl. 111—12; sb. JÁ.
1742, bls. 212-13; sb. 1746, bls. 212—13; sb. 1751, bls. 331—2.
Sálmurinn er 9 erindi, frumorktur á þýzku, »Vater unser,
der du bist«, af ókunnum höfundi.1) Þýðingin er nákvæm,
ekki óliðug, en léleg og mun vera úr söngbók Ólafs byskups
Hjaltasonar. Upphaf:
Faðir vor, sem á himnum ert,
svo hefir Kristur oss kunngert,
vér erum börn pin elskulig,
allir, sem trúum rétt á þig.
Kyrieeleison.
Vater unser, der du bist
im Himmel, lehrt Jesus Christ,
dein Kinder sind all wir gemein,
so wir glauben in dich allein.
Kjrrieleison.
í sb. 1589 er lagboði: »Eilíft lof sé þér«, sem er alókunn-
ur lagboði ella; sýnir það ljósast, að þetta er úr eldri bók,
og getur þá ekki verið um aðra að ræða en söngbók Ólafs
byskups Hjaltasonar, því að ekki er þýðingin í kverum Mar-
teins né Gísla. í hinum sb. er lagboði: »Heyrið þau tiu heil-
ögu boð«.
122. Faðir á himnum, lierra guð.
Sb. 1589, bl. lxxxiij; sb. 1619, bl. 91; sb. 1671, bl. 112; sb. JÁ. 1742,
bls. 213; sb. 1746, bls. 213; sb. 1751, bls. 332.
Sálmurinn, 4 erindi, er frumorktur á þýzku af Jóhannesi
Mathesius, »Herr Gott, der du mein Vater bist«.2) Þýðingin
er nákvæm, en með venjulegum göllum. Upphaf:
Faðir á himnum, herra guð, Herr Gott, der du mein Vater bist,
hjálpari trúr í allri nauð, ich schrei im Namen Jesu Ghrist
heyr mig upp á þitt orð og eið, zu dir auf sein Wort, Eid und Tod,
i Jesú nafni eg þess bið. hör, Helfer treu in Angst und Noth.
Lagboði: »Halt oss, guð, við þitt helga orð«.
123. Faðir vor, sem á himnum ert.
Sb. 1589, bl. lxxxiij—Ixxxiiij; sb. 1619, bl. 92—3; sb. 1671, bl. 112—13;
sb. JÁ. 1742, bls. 213—15; sb. 1746, bls. 213—15; sb. 1751, bls. 332-4;
Hgrb. 1772, bls. 114—15.
Sálmurinn, 6 erindi, er frumorktur af Jóhannesi Zwick,
»Ach, unser Vater, der du bist«.3) Þýðingin er nákvæm er-
indi til erindis og liðug, en mjög gölluð að rimi. Upphaf:
Faðir vor, sem á liimnum ert, Ach, unser Vater, der du bist
heyr nú neyð og mótlæti vort; im Himmel, hör, was uns gebricht
á þig alleina köllum und was wir jetzt begehren.
i sannleika og anda með, Im Geist und Wahrheit rufen wir,
eins sem oss son þinn Kristur réð, wie Christus g’lehrt, allein zu dir
biðjum af huga öllum. drum wölltest uns gewehren.
1) Wackernagel III. bls. 545; Fischer II. bls. 292; Zahn I. bls. 531—2.
2) Wackernagel III. bls. 1157.
3) Wackernagel bls. 460—1.