Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 121
Þú crt faðir, vér börnin þín,
þú á himnum, vér Adams kyn
erum í eymd á jörðu.
Því sjá ofan með ást og náð,
að trúum rétt og vonum það,
fyrir Krist hólpnir verðura.
Du bist der Vater, wir dic Kind,
du bist im Himmel und wir sind
im Elend hie auf Erden,
drum sich mit Lieb und Gnad herab,
dass unser Herz ein Hoffnung hab’,
durch Christum selig z’ werden.
Lagboði: »Adams barn, synd þín svo var stór«.
124. Jesús Kristur til Jórdan kom.
Sb. 1589, bl. lxxxiiij—lxxxv; sb. 1619, bl. 93—4; gr. 1594 (messuupp-
haf á sd. i föstuinngang) og allir gr. síðan; s-msb. 1742. — Lagið er
í sb. og gr.
Sálmurinn er 7 erindi, og eru þau lagfærð nokkuð þegar
i gr. 1694, einkum 1. erindi, til þess að fallið gætu við lagið
og vegna rims. Upphafserindið (eftir gr. 1594) er undir lag-
inu (nr. 59). Sálmurinn er eftir Lúther, »Christ, unser Herr,
zu Jordan kam«.‘) Þýðingin er nákvæm, erindi til erindis,
en gölluð að venjulegum hætti, einnig eftir lagfæring þá, sem
hún fekk i gr. 1594.
Lagið tók Lúther frá öðrum sálmi, »Es wollt uns Gott
genádig sein«, og fylgdi það siðan sálminum og fylgir enn.’)
IJað er og með hinni dönsku þýðingu í sb. HTh. (bl. 123—4)
og gr. NJesp. (bls. 129—31). Það lifði og sálminn hér á landi
(pr. i ASæm. Leiðarv., bls. 46, og PG. 1861, bls. 58).
125. Svo elskaði guð auman heim.
Sb. 1589, bl. lxxxv—lxxxvj; sb. 1619, bl. 94—5; sb. 1671, bl. 113; sb.
JÁ. 1742, bls. 215-16; sb. 1746, bls. 215-16; sb. 1751, bls. 334—5; gr.
1591 (messuupphaf á sd. í föstuinngang) og allir gr. síðan; s-msb. 1742.
Sálmurinn er 10 erindi, óbreytt í öllum útgáfum. Upphaf:
Svo elskaði guð auman heim, að allir, sem trúa á hann einn,
að einkason sinn gaf hann þeim, eilíft líf hafi, ei tapist neinn.
í fyrirsögninni stendur: »Síra Ólafur Guðmundsson«; er
það að skilja svo, að sálmurinn sé orktur af honum, og er
það í fyrsta sinn, að islenzks höfundar gelur í fyrirsögnum
sb. 1589. Sökum efnisins (,innsetning heilagrar skírnar1 2 3 *)
minnir sálmurinn á þ^’zkan sálm eftir Nikulás Herman, »So
wahr ich leb’, spricht Gott der Herr«,8) en er þó sjálfstæður.
Sálmurinn er ekki alveg gallalaus um rim og áherzlur, en
liðugur og léttur, enda varð hann langlifur og var i islenzk-
um sb. 1801—84, lítið breyttur.
Lagboði: »Halt oss, guð, við þitt hreina orð«.
1) Wackernagel bls. 149—50.
2) Zahn IV. bls. 344-5.
3) Wackernagel III. bls. 1183; Fischer II. lds. 270—1; Tucher I. bls.
225 (fellir niöur nokkur erindi).