Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Qupperneq 122
122
126. Pú varzt fijrir oss eitt ungbarn.
Sb. 1589, bl. lxxxvj; sb. 1619, bl. 95; sb. 1671, bl. 113—14; sb. JÁ.1742,
bls. 216—17; sb. 1746, bls. 216-17; sb. 1751, bls. 335-6; gr. 1721 og all-
ir gr. síðan; s.-msb. 1742. <
Sálmurinn er 6 erindi. Upphaf:
Þú varzt fyrir oss eitt ungbarn, af hreinni jómfrú fæddur ert,
ó, Jesú, herra náðargjam, fólk þitt svo hefir hólpið gert.
Það má ætla, að sálmur þessi sé frumkveðinn á íslenzku
og þá af sira ólafi Guðmundssyni, svo sem í framhaldi hins
næsta á undan, og eigi verður fundinn samhljóða sálmur á
þýzku. Er hann liðugur og því nær gallalaus að rimi, enda
varð hann langlífur; þrjú hin síðustu erindi hans (»Þetta
barn þér bífalað sé«) voru í íslenzkum sb. 1801—84.
Lagboði: »Halt oss, guð, við þitt hreina orð«.
127. Jesús Kristur er vor frelsari.
Sb. 1589, bi. Ixxxvj—Ixxxvij; sb. 1619, bl. 95—6; gr. 1594 (á jólaföstu)
og allir gr. síðan; s-msb. 1742. — Lagið er í sb. 1619 og öllum gr.
Sálmurinn er 10 erindi, og urðu þau, einkum 1. og 2. er.,
fyrir nokkurum breytingum, fyrst í gr. 1594 og síðan sb.
1619. Upphafserindið i sb. 1619 er undir laginu (nr. 60), en
hér er niðurlag 1. er. í sb. 1589:
Með sinni sáru kvöl á kross
keypti hann úr vítis pínu oss.
Þetta er kvöldmáltíðarsálmur, í öndverðu orktur á latínu
af Jóhanni Hus, hinum nafnkunna umbótamanni (f. 6. júlí
1369, brenndur á báli 6. júlí 1415), enda er jians getið við
sálminn í sb., »Jesus Christus, nostra salus«, en þýddur og
aukinn af Lúther, »Jesus Christus, unser Heilandö.1 2) Þýð-
ingin er nákvæm, erindi til erindis, og heldur góð, en með
venjulegum göllum og sumstaðar nokkuð óþjál. Ekki verður
sagt, að hér sé um að ræða lagfærða þýðing Gísla byskups
Jónssonar á þessum sálmi (5. sálmur i kveri hans), sem
hefst að vísu eins, en er þó gerð eftir danskri þýðingu, sem
fellir úr, en þessi bersýnilega beint úr þýzku. Breytingarnar
og eins það, að enginn lagboði er i sb. 1589, geta bent til
þess, að þetta sé eldri þýðing og þá runnin beint frá Ólafi
byskupi Hjaltasyni.
Lagið fylgdi sálminum í þýzkum sb.!) og eins hinni dönsku
þýðingu í sb. HTh. (bl. 128—9, með afbrigðum) og gr.
NJesp. (bls. 19—20). Lagið lifði og sálminn í islenzkri kirkju
1) Wackernagel bls. 36 og 135—6.
2) Zahn I. bls. 414.