Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Page 123
(pr. í ASæn’i. Leiðarv., bls. 46, og PG. 1861, bls. 60, með
lítils háttar afbrigðum).
128. Guð veri lofaður og svo blessaður.
Sb. 1589, bl. Ixxxvij; sb. 1619, bl. 96; gr. 1594 (á jólaföstu) og allir
gr. síðau; s-msb. 1742. — Lagið er í sb. 1619.
Sálmurinn er 3 erindi, og voru þau, einkum 1. er., lagfærð
lítils háttar í gr. 1594. Upphaf (eftir gr. 1594) er sýnt undir
laginu (nr. 61). Sálmurinn er eftir Lúther, »Gott sei gelobet
und gebenedeiek.x) Bæði breytingarnar og það, að enginn
lagboði né lag er í sb. 1589, benda til eldri þýðingar og þá
úr söngbók ólafs byskups Hjaltasonar, þótt upphafserindið
eitt sé til í þýðingu Gísla byskups Jónssonar (7. sálmur í
kveri hans eftir danskri þýðingu, »Gud være lovet og bene-
didet«), og sé raunar mjög svipað. Þýðingin er mjög þung-
lamaleg og gölluð að venjulegum hætti.
Lagið er með sálminum í þýzkum sb.1 2) Það var og með
hinni dönsku þýðingu í sb. HTh. (bl. 129—30) og gr. NJesp.
(bls. 20-22).
129. Á sœtra brauða upphafsdag.
Sb. 1589, bl. lxxxvij—lxxxviij; sb. 1619, bl. 96—7.
Sálmurinn, 9 erindi, er þýzkur kvöldmáltíðarsálmur, »Am
ersten Tag der siissen Brot«, eftir ókunnan höfund.3 4) Þýð-
ingin er i liðugra lagi og litt gölluð um rím (að eins í 1.
og 9. er.). Upphaf:
Á sætra brauða upphafsdag
í offur skyldi færa
eitt páskalamb, sem segja lög,
og son guðs vissi vera
þeim tíma nær, að hlaut heimi af
hefjasl til föður náða,
sitt testament oss eftir gaf,
að ætíð skyldi boða
hans písl og sáran dauða.
í sb. 1589 er lagboði: »Þá Jesús til Jórdanar kom« (!) =
»Jesús Kristur til Jórdan kom« (sb. 1619).
130. Vor herra Jesús vissi það.
Sb. 1589, bl. Ixxxviij—lxxxix; sb. 1619, bl. 97—8; sb. 1671, bl. 114—15;
sb. JÁ. 1742, bls. 217—19; sb. 1746, bls. 217-19; sb. 1751, bls. 336-8;
gr. 1594 (á skírdag, eftir blessun) og allir gr. siðan; s-msb. 1742. — Lagið
er í öllum gr.
Þetta er kvöldmáltíðarsálmur, 8 erindi, frumorktur af Se-
baldus Heyden, »Als Jesus Christus unser Herr«.*) Þýðingin
1) Wackernagel bls. 134—5.
2) Zahn IV. bls. 665.
3) Fischer I. bls. 43.
4) Wackernagel bls. 349—50.