Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Qupperneq 125
125
son hafði þýtt erindið eftir danskri þýðingu, »0 Guds Lam
uskyldig« (6. sálmur í kveri hans). Virðist svo sem Guð-
brandur byskup hafi að eins lagfært þýðing Gísla byskups
og þó ekki til hlítar, enda ósamhljóða i útgáfunum. Undir
Iaginu (nr. 63) er það sýnt eftir gr. 1594.
Lagið fylgdi sálminum í þýzkum sb. á 16. öld1) og er með
hinni dönsku þýðingu í sb. HTh. (bl. 127—8) og gr. NJesp.
(bls. 18).
Hér fer á eftir (sb. 1589 og 1619, gr. 1594 (um jólatimann)
og allir gr. síðan, með lagi) »Þér sé lof og dýrð, Jesú Kriste,
3 erindi, mjög svipuð þýðingu Gisla byskups Jónssonar,
»þig veri lof og prís, ó, herra Krist«, sem er eftir danskri
þýðingu, »Dig være Lov og Pris, o Herre Christ«, á latínskri
fyrirmynd, »Tibi laus salus sit Christo«. Hins vegar getur þó
þessi lélega þýðing verið sjálfstæð, með því að um orðrétta
mjög og einfalda og nálega rímlausa þýðing er að ræða og
ekki eiginlegan sálm. Lagið er i sb. HTh. (bl. 127) og gr.
NJesp. (bls. 81—3).
133. Christe, vér allir þökkum þér.
Sb. 1589, bl. xc—xcj; sb. 1619, bl. 99—100; gr. 1691 (á jólaföstu) og
allir gr. síðan; s-msb. 1742. — Lag er í gr. 1691 og öllum gr. siðan.
> Þetta er þýðing Marteins byskups (21. sálmur í kveri hans)
á sálminum »0‘Christ, wir danken deiner Gút’«, eftir Niku-
lás Boies); þýðingin (6 erindi) er tekin upp óbreytt, enda
ein hinna betri í sb., að eins 2—3 orðum er vikið við i 3. er.
í sb. 1619 er lagboði: »Guð vor faðir, vér þökkum þér«,
en þar var aldrei lag með (sjá 300. sálm hér á eftir), og
því hefir verið tekið upp í gr. 1691 lag það, er sálminum
fylgdi í öndverðu.8)
134. Droltinn segir: Svo sannlega.
Sb. 1589, bl. xcj; sb. 1619, bl. 100-1; sb. 1671, bl. 115-16; sb. JÁ.
1742, bls. 220—1; sb. 1746, bls. 220-1; sb. 1751, bls.339—40; Hgrb, 1772,
bls. 119-20.
Sálmurinn, 11 erindi, er þýðing sálmsins »So wahr ich
leb’, spricht Gott, der Herr«, sem er eftir Nikulás Herman,4)
i lélegra lagi og gölluð að venju, en nákvæm, erindi til er-
indis. Upphaf:
Drottinn segir: Svo sannlcga Sowahrichleb’.spricht Gott.der Herr,
sem eg lifi ævinlega, des Siinders Tod ich nicht begehr’,
1) Zahn III. bls. 49.
p 2) Wackernagel bls. 369—70.
3) Zahn III. bls. 94.
4) Wackernagel III bls. 1183; Tucher I. bls. 225; Fischer II. bls. 270-1.
16