Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Síða 131
131
»Til þín, heilagi herra guð«, en erindin héldust jafnmörg; í
þeirri mynd var sálmurinn i öllum gr., sb. 1619 og s-msb.
1742 og var einnig með breytingum og úrfellingum tveggia
> erinda í sb. 19. aldar, 1801—66 (nr. 138), 1871-84 (nr. 242).
Upphafserindi sálmsins i þessari mynd er sýnt hér undir laginu
(nr. 68). Sb. 1671 — 1751 tóku aftur á móti þenna sálm upp úr
Daviðssálmum síra Jóns Þorsteinssonar (9 erindi), og er upphaf:
»ó, guð, mig langar eflir þér«. Upphafserindi sb. 1589 er svo:
Frá mönnum bæöi hjarta og hug í þér set eg alla vón;
hef eg með öllu snúið, aldrei bíður sálartjón
því hjá þér alleina, herra guð, sá þér sannlega trúir.
hjálp og traust er til búið;
Lagið fylgdi sálminum í þýzkum sb.1); það er og með
hinni dönsku þýðingu, »Fra Mennisken haver jeg vendt min
Hu«, í sb. HTh. (bl. 172—4) og gr. NJesp. (bls. 393—6). Enn
heldst það i íslenzkum kirkjusöng (pr. nokkuð afbrugðið í
ASæm. Leiðarv., bls. 65, og PG. 1861, bls. 102).
147. Ó, guð, í lieijt ei hasta á mig.
Sb. 1589, bl. xcix; sb. 1619, bl. 109; sb. 1671, bl. 120—1; sb. JÁ. 1742,
bls. 231; sb. 1746, bls. 231; sb. 1751, bls. 349-50.
Sálmurinn er 3 erindi + 1 lofgerðarvers, orktur af Lúð-
vík Oeler, út af 6. sálmi Davíðs, »Ach, Herr, straf mich nicht
in deinem Zorn«.2) Þýðingin er nákvæm, erindi til erindis,
en gölluð að venjulegum hætti. Upphaf:
Ó, guð, í heift ei hasta á mig, Hvað lengi önd min skjálfa skal?
hirtu mig ei með bræði, Skipt um og frelsa mina sái;
á óstyrk mínum aumka þig, hjálpi mér þín huggæði.
afllaus bein mín svo græðir.
1 sb. 1589 er lagboði: »Frá mönnum bæði hjarta og hug«,
í hinum: »Sæll er sá mann, er hafna kann«.
148. Drottinn, á þér er öll min von.
Sb. 1589, bl. xcix—c; sb. 1619, bl. 109—10. — Lagið er í báðum sb.
Sálmurinn er 18 erindi og upphafserindið undir laginu
(nr. 69). Hann er talinn frumorktur á dönsku af Herluf
Trolle, nafnkunnum flotaforingja (f. 1516, d. 1565), út af 31.
sálmi Davíðs (í sb. er prentvilla, 21.), »Herre, mit Haab det
er til dig«,3) enda er hann eignaður honum í sb. HTh. (bl.
257—9). 1 þýðingunni er sleppt síðasta (19.) erindi frum-
sálmsins, en að öðru er hún nákvæm og í betra lagi, þótt
ekki sé alveg gallalaus að rími.
1) Zahn III. bls. 82.
2) Wackernagel bls. 433.
3) Skaar I. bls. 527.