Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Qupperneq 132
132
Lagið var í öndverðu með latinskum sálmi, »Lucis creator
optime«, en komsl inn i þýzkar sb. á 16. öld við sálminn:
»Es ist jelzt um die VesperzeiU.1 2) Það fylgir hinum danska
sálmi í sb. HTh. I gr. var það tekið við sálminn: »Einn ^
guð skapari allra sá«. Það var sungið hér langt fram á 19.
öld (pr. í ASæm. Leiðarv., bls. 72).
149. Á þér, herra, hef eg nú von.
Sb. 1589, bl. c—cj; sb. 1619, bl. 110—11; 'sb. 1671, bl. 121-2; sb. JÁ.
1742, bls. 231—4; sb. 1746, bls. 231—4; sb. 1751, bls. 350-3. - Lagið er
i sb. 1589 og 1619.
Sálmurinn, í öndverðu 6 erindi + 1 lofgerðarvers, er
frumorktur af Adam Reiszner (eða Reusnzer), skrifara hins
fræga hershöfðingja Georgs von Frundsberg (f. 1496, d. 1575),
út af 31. sálmi Davíðs, »In dich hab’ ich gehoffet, Herr«.
Síðar (1602) jók Cornelius Recker (guðfræðaprófessor í Leip-
zig, f. 1561, d. 1604) sálminn um 17 erindi.’) Síra Jón Þor-
sleinsson tók hina íslenzku þýðing á sálmi Reiszners óbreytta
upp i Davíðssálma sína og jók við þ5rðingu á viðauka
Reckers og færði lofgerðarversið aftast; þannig tóku sb. 1671
—1751 upp sálminn. En hin uppbaflegu erindi héldust jafn-
an óbreytt, og er upphafserindið sýnt undir laginu (nr. 70).
Þýðingin er nákvæm, erindi til erindis, og í betra lagi. Sálm-
urinn varð og vinsæll, var í sb. 1801—84, lítið breytlur, en
fellt var úr, svo að erindin eru þar 9, 6 hin upphaflegu, 2
úr viðauka Reckers í þýðingu sira Jóns og lofgerðarversið.
Lagið fylgdi sálminum í þýzkum sb. og er talið þýzkt
þjóðlag gamalt.3) Það heldst enn í íslenzkum kirkjusöng við
sálminn: »Rís upp, mín sál, af nýju nú« (pr. i ASæm.
Leiðarv., bls. 60, PG. 1861, bls. 88).
150. Lof drottni að eg inni.
Sb. 1589, b!. cj—cij; sb. 1619, bl. 111—12; sb. 1671, bl. 122—3; sb. JÁ.
1742, bls. 234-6; sb. 1746, bls. 234—6; sb. 1751, bls. 353-5.
Sálmurinn er 11 erindi, orktur út af 34. sálmi Davíðs.
Upphaf:
Lof drottni að eg inni,
ætíð mér skyldugt er,
hans dýrð í hverju sinni
helg sé i munni mér.
Min sál í sönnum guði
sér jafnan hrósar pá;
ódjarfir á það hlýði,
af pví sér fögnuð fá.
Sálmurinn minnir mjög á þýzkan sálm eftir Ambrósíus
1) Zahn I. bls. 91; Nulzhorn II. bls. 201—2.
2) Koch II. b!s. 156 o. s. frv.; Fischer I. bls. 409; II. bls. 429; Wacker
nagel bls. 207.
3) Zahn II. bls. 107.