Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Page 136
136
hljóða þýzkum sálmi, »Herr, deine Ohren zu mir neige«,
eftir Ambrósíus Lobwasser, þótt bragarháttur sé annar og
erindin færri. Hann er í Daviðssálmum sira Jóns Þorsteins-
sonar, en ekki getið, að þýddur sé af öðrum, þótt ekki
sé það að marka.
Lagboði: »Af djúpri hryggð ákalla eg þig«.
158. Herra guð, þú ert lúíjðin vor.
Sb. 1589, bl. cviij—cix; sb. 1619, bl. 117—18; sb. 1671, bl. 128; sb. JA.
1742, bls. 245—6; sb. 1746, bls. 245-6; sb. 1751, bls. 364—5.
Sálmurinn, 7 erindi, er orktur út af 90. sálmi Daviðs og er
vafalaust þýddur, enda mjöggallaður að rimi. Hann er i Daviðs-
sálmum síra Jóns Þorsteinssonar. Má finna marga útlenda
sálma um sama efni, en engan með sama bragarhætti né
erindafjölda, nema yngra nokkuru (og eru þó erindin fleiri),
þ. e. »Herr Gott, du bist unser Zuflucht«, eftir Davið Wolder,
djákna í Hamborg (d. 1604).1) Upphaf:
Herra guð, þú ert hlífðin vor, sem lætur mennina falla frá,
hver oss ætíð vill geyma, fæst engin dvöl nær kallar pá;
áður fjöll, jörð og veröld var, aftur pér skuluð nú koma.
ert þú guð alla tíma,
Lagboði sami sem við 157. sálm.
159. Hver sem að reisir hœga byggð.
Sb. 1589, bl. cix; sb. 1619, bl. 118—19; sb. 1671, bl. 128—9; sb. JÁ.
1742, bls. 246-8; sb. 1746, bls. 246—8; sb. 1751, bls. 366-7; Hgrb. 1772,
bls. 26—7.
Sálmurinn er 10 erindi og orktur út af 91. sálmi Davíðs.
í fyrirsögninni stendur »S. E. S.«, og hafa menn talið tákna
sira Einar Sigurðsson i Heydölum (sbr. Hgrb. 1772, bls. 26).
Þetta verður þó að eins að skilja svo, að síra Einar sé þýð-
andi, því að sálmurinn er eftir Jóhann Mathesius, prest í
Jóakimsdal (f. 1504, d. 1565), »Wer bei Gott Schutz und
Húlfe sucht«.2) Þýðingin er ein hinna snjöllustu þessara tíma
og gallalaus að rími; varð hún og vinsæl og langlíf, var í
Davíðssálmum síra Jóns Þorsteinssonar og (5 erindi) i sb.
1801—84. Upphaf:
Hver sem að reisir hæga byggð Wer bei Gott Schutz und Húlfe sucht,
hæsta guðs skjóli undir wenn er sein Ruth aussendet,
igeymsludrottinsoggleymirhryggð und hat zu ihm ail sein Zuflucht,
gefur sig allar stundir, mit Buss sich zu ihm wendet,
sá talar við guð: Þú tókst við mér, der ruft getrost in seiner Noth:
treysta vil eg þvf gjarna þér Du bist mein’Burg, o Herr mein Gott,
og unna á allar lundir. du wirdst mich nicht verlassen.
1) Koch II. bls. 296-7; Wackernagel V. bls. 339-40.
2) Koch I. bls. 380 o. s. frv.; Wackernagel bls. 389—90.
4