Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Síða 137
137
1 sb. 1589 er lagboði: »Frá mönnum | bæði bjarta og bug]«,
en í hinum: »Til þín, heilagi herra guð«. Þessi sálmur varð
og siðar lagboði (sbr. ASæm. Leiðarv., bls. 41).
160. Guði lo\ skalt önd mín inna.
Sb. 1589, bl. cix-cx; sb. 1619, bl. 119—20; sb. 1671, bl. 129—30; sb.
JÁ. 1742, bls. 248-9; sb. 1746, bls. 248—9; sb. 1751, bls. 367-8; Hgrb,
1772, bls. 266-7. - Lagið er í sb. 1589 og 1619.
Sálmurinn er 4 erindi, orktur út af 103. sálmi Daviðs, og
upphafserindið undir laginu (nr. 74). Nafnið Guðbrandur er
bundið í erindunum og stafirnir í nafninu auðkenndir þegar
í sb. 1589. Því hefir sálmurinn af öllum eignaður verið Guð-
brandi byskupi. t*ó er hér að eins um þýðing að ræða á
sálminum: »Nun lob mein Seel’ den Herren«, sem er eftir
Jóhann Gramann eða Graumann (einnig nefndur Poliander),
síðast prest í Königsberg (f. 1487, d. 1541).x) Þýðingin er
góð og því nær gallalaus að rimi (að eins 4. er. er rimað
ráð: stað). Sálmurinn er óbreyttur í Davíðssálmum síra Jóns
Þorsteinssonar.
Lagið fylgdi sálminum í þýzkum sb., þótt i ýmsum af-
brigðum væri,1 2) og er ætlað að vera eftir Jóhann Kugelmann.
Hér er það að mestu samhljóða því i þeirri mynd, sem það
var með dönsku þýðingunni i sb. HTh. (bl. 293—4). Síðar, er
sálmurinn afræktist, hélzt hann samt sem lagboði, þótt aðrir
sálmar væru teknir við lagið (sbr. ASæm. Leiðarv., bls. 35,
PG. 1861, bls. 38).
161. Guð þinn og herra einn gjir allt.
Sb. 1589, bl. cx—cxj; sb, 1619, bl. 120—1; sb. 1671, bl. 130 — 1; sb. JÁ.
1742, bls. 249-50; sb. 1746, bls. 249—50; sb. 1751, bls. 369-70; Hgrb.
1772, bls. 267-9.
Sálmurinn er 6 erindi og fyrirsögn: »Sami [þ. e. 103.] sálmur
[Daviðs] með öðrum hætti útlagður«. Og úr erindunum má
lesa: »Guðbrandur Þorláksson, byskup yfir allt Hóladóm-
kirkjuumdæmia, og eru stafirnir í orðunum auðkenndir með
breyttu letri þegar í sb. 1589. Sálmurinn hefir því verið eig-
naður Guðbrandi byskupi. Eigi að síður er hér um þýðing
að ræða á þýzkum sálmi eftir ókunnan höfund, »Mein Seele
den Herren benedei«.3) Þýðingin er mjög nákvæm og ekki
óliðug, en ekki alveg gallalaus að rimi. Upphaf:
1) Koch I. bls. 355 o. s. frv.; Wackernagcl bls, 372; Tucher I. bls. 160.
2) Zahn V. bls. 72—4, sbr. 401.
3) Wackernagel III. bls. 904—5.
L