Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Qupperneq 139
139
í sb. 1589 er lagboði: »Nú vill guð faðir miskunna«, og er
það sálmsupphaf óþekkt nú og gæti þókt benda til söngbókar
Ólafs byskups Hjaltasonar, en i hinum: »Guð miskunni nú
öllum oss«, sem vera mun sami sálmur, þýddur á annan veg.
164. Vœri nú guð oss eigi hjá.
Sb. 1589, bl. cxij; sb. 1619, bl. 122; gr. 1594 (á 13,—15. sd. e, trin.,
cftir blessun) og allir gr. síöan; s-msb. 1742. — Lagió er í sb. 1619 og
öllum gr.
Sálmurinn er 3 erindi, orktur af Lúther, út af 124. sálmi
Davíðs, »Wár’ Gott nicht mit uns diese Zeik.1) Þýðingin er
nákvæm, erindi til erindis, en ekki ógölluð að venjulegum
hætti. Hún er óbreytt í Davíðssálmum síra Jóns Þorsteins-
sonar. Áður hafði Marteinn byskup þýtt þenna sálm úr
dönsku, en ekki hefir Guðbrandur byskup notað þá þýðing
eða nota látið. Upphafserindið er undir laginu (nr. 75).
Lagið fylgdi sálminum í þýzkum sb.2 3) og var með hinni
dönsku þýðingu í sb. HTh. (bl. 296—7) og gr. NJesp. (bls.
350-1). Pað lifði sálminn; þó hélzt sálmurinn sem lagboði,
eftir að nýr texli var kominn undir lagið (pr. í ASæm. Leið-
arv., bls. 68, PG. 1861, bls. 111).
165. Ej guð er oss ei sjáljum hjá.
Sb. 1589, bl. cxij—cxiij; sb. 1619, bl. 122—3; sb. 1671, bl. 131—2; sb.
JÁ. 1742, bls. 252—3; sb. 1746, bls. 252—3; sb. 1751, bls 372—3.— Lagið
er i sb. 1589 og 1619.
Sálmurinn er 8 erindi (+ 1 lofgerðarvers, sem fellt er nið-
ur í sb. 1671 og síðan). Upphafserindið er sýnt undir laginu
(nr. 76). Fyrirsögnin er: »Sami sálmur með öðrum hætti«
(sb. 1589), »með öðru móti útlagður« (sb. 1619), »öðru vis
útlagður« (sb. 1671 og síðan). Það er svo að skilja, að þetta sé
sami sálmur Daviðs, sem þýðing er af næst á undan, og er
það undarlega athugalaust í sb. 1671 og öllum siðan að
halda fyrirsögninni svo, eftir að þýðingin á sálmi Lúthers,
hin næsta á undan, var felld burt úr þeim. Sálmurinn er
orktur af Jústusi Jonas, hinum nafnkunna samverkamanni
Lúthers, siðast byskupi í Eisfeld (f. 1493, d. 1555), »Wo Gott
der Herr nicht bei uns hált«.8) Þýðingin er nákvæm, erindi
til erindis, en gölluð að venjulegum hætti og þó misjafnlega,
þvi að sum erindin eru rétt kveðin að öllu.
Lagið fylgir sálminum i þýzkum sb.4) og var með hinni
1) Wackernagel bls. 143; Tucher I. bls. 171.
2) Zahn III. bls. 72-3.
3) Koch I. bls. 260; Wackernagel bls. 256—7; Tuchcr I. bls. 171.
4) Zahn III. bls. 75 (nr. 4441).