Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 149
149
gæti það bent til eldri þýðingar (og þá úr söngbók Ólafs
byskups Hjaltasonar, með því að ekki er þýðingin í kverum
byskupanna Marteins né Gísla). En frumorktur er sálmur-
inn af Lazurus Spengler, ráðherra í Núrnberg (f. 1479, d.
1534), »Durch Adams Fall ist ganz verderbk.1) Þýðingin er
nákvæm, erindi til erindis, en gölluð að venjulegum hætti.
Upphaf:
Náttúran öll og eðli manns án hjálpar Krists, sem auma vist
er spillt í Adams falli, af pessum voða keypti,
erfðum vér syndir illskuhans, par í Adam oss öllum kom,
erum pví týndir allir guðs reiði yfir oss steypti.
Lagboði er í sb. 1589: »Guðs rétt og voldug verkin hans«,
og er sama lagið hér við í sb. 1619 og öllum gr., en sýnt
þar (sjá 109. sálm og lag nr. 51). Lagið lifði sálminn, en þó
var hann lengi lagboði (sbr. ASæm. Leiðarv., bls. 55, PG.
1861, bls. 79).
191. Einn herra eg bezt œlti.
Sb. 1589, bl. cxxx—cxxxj; sb. 1619, bl. 138—9; sb. 1671, bl. 186; sb_
JÁ. 1742, bls. 354—6; sb. 1746, bls. 354—6; sb. 1751, bls. 476—8; Hgrb.’
1772, bls. 61-3. — Lagið er í sb. 1589 og 1619.
Sálmurinn er 10 erindi og upphafserindið undir laginu
(nr. 85). Hann er frumorktur af Hans Thomissön og er í
sb. hans (bl. 39—41), »Jeg vil mig Herren love«. Þýðingin
er nákvæm og tekur yfir öll erindi frumsálmsins, en röð
þeirra er skekkt. Þetta er einn hinn snjallasti sálmur á ís-
lenzku á þessum tima og gallalaus að kalla má að rími (í 6.
er. er rímað undir: syndir, og í 7. er. áherzla óviðkunnanleg
á einu orði, ,vafist‘); þó var hann ekki tekinn upp í sb. á
19. öld. Hans Thomissön getur þess í fyrirsögninni, að sálm-
inum sé vikið við úr fornum Maríuljóðum, »Jeg vil mig en
Jomfru love«, og eru þau nú talin glötuð.2) 1 fyrirsögn is-
lenzku þýðingarinnar í sb. 1589 segir og hið sama: »,Eg vil
eina jómfrú lofa‘, ein gömul visa, snúin og umbreytt Jesú
guðssjmi til lofs«. í vísnabók 1612, bls. 303—7 (2. útg. 1748,
bls. 284—6) er »Maríuævi eða lifssaga helgustu guðsmóður,
með lag: Eg vil eina jómfrú lofa« (upphaf: »Eg vil jómfrú
eina | jafnan lofa bezt«), og er vafalaust eftir síra Ólaf Guð-
mundsson í Sauðanesi eða þýtt af honum (sbr. siðasta er-
indi). Kynlegt er að sjá þenna lagboða þarna hinn sama, þó
að bragarháltur sé svo nærri lagi, að klöngrast megi fram
1) Iíoch I. bls. 308 o. s. frv.; Wackernaget bls. 164—5.
2) Nutzhorn II. bls. 39—40.
19