Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Page 150
150
úr að syngja kvæðið undir þvi. En að öðru leyti eru engin
sýnileg tengsl með kvæðinu og sálminum.
Lagið virðist ekki eiga skylt við það, sem er í sb. HTh.
Það hefir haldizt fram á 19. öld (sbr. ASæm. Leiðarv., bls.
31) og verið lagboði, þótt undarlegt megi virðast, eftir að
bæði sálmur og upphaflegt lag var horfið úr sögunni (sbr.
PG. 1861, bls. 27).
192. Ó, Jesú, þér œ viljum vér.
Sb. 1589, bl. cxxxj; sb. 1619, bl. 139-40; sb. 1671, bl. 186-7; sb. JÁ.
1742, bls. 356; sb. 1746, bls. 356; sb. 1751, bls. 478-9; Hgrb. 1772, bls.
63-4.
Sálmurinn, 3 erindi, er frumorktur af Hans Sachs, v>Christe,
wahrer Sohn Gottes frohncí.1) Þýðingin er nákvæm, erindi til
erindis, og þó í betra lagi og furðusnjöll við svo þungt rím.
Upphaf:
Ó, Jesú, þér æ viljum vér Föðurinn við þú festir grið
vegsemd og heiður játa, fyrir þinn lýðinn kæra;
nafnið þitt, sem biðja blitt, þú lézt á kross að lifga oss.
birga viltú láta. Lof eilíft sé þér og æra.
Lagboði: »ó, herra guð, þín helgu boð«.
193. Ó, vér syndum selnir.
Sb. 1589, bl. cxxxj—cxxxij; sb. 1619, bl. 140—1; gr. 1691 (bænadaga-
sálmar) og allir gr. síðan; s-msb. 1742. — Lagið er í sb. 1589 og gr.
1691 og öllum gr. siðan.
Sálmurinn, 6 erindi, er frumorktur af Hermann Bonn (bysk-
upi i Lýbiku, f. ca. 1504, d. 1548), »Ach, wir armen Siinder«.2 3)
Þýðingin er nákvæm, erindi til erindis, en ella heldur léleg,
þótt ekki sé mjög gölluð að rími. Upphafserindið er undir
laginu (nr. 86).
Lagið fylgdi sálminum i þýzkum sb.s) og var með hinni
dönsku þýðingu, »0 vi arme Synder«, í sb. HTh. (bl. 54
o. s. frv.).
194. Oss má auma kalla.
Sb. 1589, bl. cxxxij; sb. 1619, bl. 140. — Lagið er í sb. 1619.
Sálmurinn er 6 erindi og hélzt óbreyttur (að eins hefir
fallið aftan af 2. er. i sb. 1619 við prentun). Þetta er þýðing
sama sálms sem næst á undan (nr. 193), en snjallari miklu
(að eins síðasta erindið er gallað um rím), og varð þó fyrri
þýðingin langlífari. Þýðandi er bersýnilega síra ólafur Guð-
1) Wackernagel bls. 244; Tucher I. bls. 198.
2) Wackernagel bls. 368—9; Tucher I. bls. 57—8; Koch I. bls. 428
o. s. frv.
3) Zahn V. bls. 47.