Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Page 151
151
mundsson í Sauðanesi, því að nafnið ólafur er i upphafs-
stöfum erindanna í röð. Upphaf:
Oss má auma kalla, síðan vægir varla,
arfsynd gerir það, voða þrengir að,
í fyrstu flekkar alla, verðum vér frá að falla
fæðing og getnað, í fordæmingarstað. Kyrieeleison o. s. frv.
Lagið, sem er við 193. sálm, er flutt úr sb. 1589 í sb. 1619.
195. Rétttrúað hjarta, hugsa nú.
Sb. 1589, bl. cxxxij—cxxxiij; sb. 1619, bl. 141—2; sb. 1671, bl. 187—8;
sb. JÁ. 1742, bls. 357—8; sb. 1746, bls. 357-8; sb. 1751, bls. 479—80;
Hgrb. 1772, bls. 29-31.
Sálmurinn, 9 erindi, er orktur af Michael Weisse, »0 gláu-
big Herz, gebenedei«.1) Dönsk þýðing: »0 trofast Hjerte,
Lov, Tak og Pris« (sb. HTh., bl. 311 o. s. frv.). Upphaf:
Rétttrúað hjarta, hugsa nú án hans þó berir alla stund
hæst lof guði að færa, angur og vil í þinni lund,
af öllum mátt(!) hann heiðra þú, þitt Iif þó kannt ei næra.
halt þinn föður kæra,
Lagboði: »Gervöll kristnin skal gleðjast nú«.
196. Haiðrað sé háleilt Jesú najn.
Sb. 1589, bl. cxxxiij—cxxxiiij; sb. 1619, bl. 142. — Lagið er í báð-
um sb.
Sálmurinn er 5 erindi og er upphafserindið undir laginu
(nr. 87). Þess má geta, að Danir og Svíar hafa togazt á um
þenna sálm; eignuðu Danir hann að öllu Hans Thomissön,
en Svíar sögðu, sem rétt er, að hann sé prentaður í sb. þeirra
1567, eða tveim árum áður en út kom sb. HTh., enda virð-
ast nú Danir hafa látið undan siga.2) En á islenzku er sálm-
urinn þjTddur úr dönsku, »Velsignet være Jesu Navn« (sb.
HTh., bl. 43 o. s. frv.); á sænsku er upphaf: »Wálsignadt
ware Jesu nam«. Þetta er ein hinna aumlegri þýðinga á
íslenzku frá þessum tíma, enda varð hún ekki langlíf.
Lagið er með sálminum i sb. HTh. og afbrigðin lítil.
197. Adams óhlgðni öllum kom.
Sb. 1589, bl. cxxxiiij—cxxxv; sb. 1619, bl. 142—3; sb. 1671, bl. 188—9;
sb. JÁ. 1742, bls. 358-60; sb. 1746, bls. 358—60; sb. 1751, bls. 480-3.
Sálmurinn, 13 erindi, er orktur af Niels Hemmingsen, hin-
um fræga danska guðfræðingi (f. 1513, d. 1600), »Adams
store Ulydighed« (sb. HTh., bl. 33—5).3) þýðingin er nákvæm,
erindi til erindis, en gölluð að venjulegum hætti um loka-
rím og jafnvel setning höfuðstafa, og þó misjafnlega. Upphaf:
1) Wackernagel bls. 277—8.
2) Skaar I. bls. 527; Nutzhorn II. bls. 46—9; Beckraan bls. 211,
3) Skaar I. bls. 524.