Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Síða 152
Adams óhlýöni öllum kom,
æ megum vér þaö kæra,
í hörmung og þá hæstu raun,
hætt er sú hryggðarsnæra.
Djöfullinn einn þann drýgöi prett,
sem drjúgum syndir hefir gert;
guö mun það ljúft lagfæra.
Adams store Ulydighed,
som vi maa vel beklage,
förte over os al Usselhed,
det jammer os alle Dage.
Sathan alene drev dette Spil,
som altid Synden fremme vil.
O Herre, du kan det raade,
Lagboði: »Gervöll kristnin skal gleðjast nú«.
198. Jesús, heyr mig fyrir þirin deyð.
Sb. 1589, bl. cxxxv—cxxxvj; sb. 1619, bl. 143—5; sb. 1671, bl. 189-90;
sb. JÁ. 1742, bls. 360-2; sb. 1746, bls. 360—2; sb. 1751, bls. 483-4. —
Lagiö er í sb. 1589 og 1619.
Sálmurinn er 11 erindi og upphafserindið undir laginu (nr.
88). Þetta er danskur sálmur úr kaþólskum sið, úr Maríu-
saltara Michaels prests í Óðinsvéum, er hann þýddi nálægt
1500 eða laust fyrir, eftir Psalterium beatæ Mariæ virginis,
sem er eftir Alanus de Rupe (Alain de Roche), en tekinn
var hann fyrst upp í sb. HTh. (bl. 57 o. s. frv.), »0 Jesu,
hör mig for din Döda.1) Þýðingin er nákvæm, en þó fellt úr
6. er. frumsálmsins. Gölluð er hún að venjulegum hætti.
Lagið er nálega óbreytt tekið úr sb. HTh. í sh. 1671 og
síðan er lagboði: »Allt mitt ráð til guðs eg set«.
199. Jesú minning mjög sœt er.
Sb. 1589, bl. cxxxvj—cxxxvij; sb. 1619, bl. 145; sb. 1671, bl. 190; sb.
JÁ. 1742, bis. 362-4; sb. 1746, bls. 362—4; sb. 1751, bls. 484—6; gr. 1607
(í viöauka) og allir gr. síðan; s-msb. 1742. — Lag er í gr. 1691 og öll-
um gr. siðan.
Þetta er þýðing á hinum fræga latínska lofsöng »Jesu
dulcis memoria«, sem eignaður er Bernharði hinum helga i
Clairvaux (t. 1091, d. 1153).2) í öllum sb. er hann 16 erindi;
jafnmörg eru þau í gr. 1607—79, en upphafið þar sumstaðar
lítils háttar afbrugðið, en í gr. 1691 og öllum gr. síðan og
s-msb. 1742 er sálmurinn allur (48 erindi) og hefir þar fengið
þá mynd, sem síðan er alkunn (»Jesú, þin minning mjög
sæt er«). í þessari mynd er þýðingin el'tir Pál Jónsson Vída-
lín, er siðar varð lögmaður, gerð af honum, meðan hann
var rektor í Skálholti; en 16 fyrstu erindin hefir hann látið
haldast nálega óbreytt. Pýðingarnar eru í bezta lagi. Upp-
haf (eftir sb. 1589):
Jesú minning mjög sæt er, Jesu dulcis memoria,
mjúka hjartans gleði iér, dans vera cordi gaudia,
1) Skaar II. bls. 574—6; sbr. I. bls. 603 o. s. frv.; Nulzhorn II. bls. 52o.s. frv.
2) Wackernagel bls. 20—1; Skaar I. bls. 184 o. s. frv.