Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Page 153
153
fram yfir hunang og allt hvað er, sed super mel ct omnia
þá ilmar af Jesú nafni hér. ejus dulcis præsentia.
1 öllum sb. er lagboðinn: »Á þér, drottinn«, en svo und-
arlega víkur við, að enginn sálmur finnst þar með þessu upp-
hafi, svo að helzt virðist sem sá sálmur (með lagi) hafi verið
i eldri sb. og þá i söngbók ólafs byskups Hjaltasonar; væri
þetta þá liklega 149. sálmur (lagfærður): »Á þér, herra, hef
eg nú von«. Lagið, sem tekið er upp í gr. 1691, er hið sama
sem siðan hefir tiðkazt í íslenzkum kirkjusöng, og hefir lag-
boðinn haldizt, þótt sálmurinn hafi verið felldur niður (sbr.
ASæm. Leiðarv., bls. 47, PG. 1861, bls. 64); en þýzkt er það
að uppruna.1)
200. Guðsson, þú vart af guðdómsarl.
Sb. 1589, bl. cxxxvij—cxxxviij; sb. 1619, bl. 145—6; sb. 1671, bl. 191—
2; sb. JÁ. 1742, bls. 364-6; sb. 1746, bls. 364-6; sb. 1751, bls. 486-8.
Sálmurinn, 7 erindi, er orktur (upp úr fornum Maríu-
ljóðum) af Hans Sachs, »0 Jesu zart, göttlicher Art«.2 3) Þýð-
ingin er nákvæm erindi fyrir erindi og furðusnjöll við svo
dýran brag, þó að ekki sé hún alveg gallalaus um rím.
Upphaf:
Guðsson, pú vart af guðdómsart hans náð mér vildi veita,
v getinn af heigum anda, mín sekt og synd að yrði týnd,
pú hefir með magt í eyði lagt huggun er ei peim hafna af þér
snörur þess illa fjanda. hreina miskunn að biða,
Fyrir Adams brot þú gerðir bót, hver þig ei fær né finna nær,
blíðri guð hjálp réð heita, eilífa eymd mun líða.
Lagboði: »Guð þann engil, sinn Gabríel«.
201. Gleðjið yður nú, herrans hjörð.
Sb. 1589, bl. cxxxviij—cxxxix; sb. 1619, bl. 146—8; sb. 1671, bl. 192—3;
sb. JÁ. 1742, bls. 366-9; sb. 1746, bls. 366-9; sb. 1751, bl. 488-91.
Sálmurinn, 17 erindi, er frumorktur á þýzku, »Freut euch,
freut euch in dieser Zeit«, og var fyrrum eignaður Erasmus
Alberus, en nú eru bornar brigður á það af fræðimönnum.8)
Þýðingin er bein, en ekki eftir hinni dönsku þýðingu: »Fr)r-
der eder i denne Tid« (sb. HTh., bl. 142 o. s. frv.), nákvæm,
erindi til erindis (fellt er þó úr 18. (siðasta) erindi frum-
sálmsins), liðug og furðusnjöll, þó að gölluð sé að venjuleg-
um hætti. Upphaf:
Gleðjið yður nú, herrans hjörð um löndin öll hans heilagt orð
af hjarta lof skal syngja; hlýtur augljóst fram ganga.
1) Zahn I. bls. 135 (nr. 467).
2) Wackernagel bls. 168—9.
3) Koch I. bls. 306; Fischer I. bls. 196; Wackernagel bls. 216—18.
k