Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Page 154
154
Sá finnst ei mann, þvi forða kann; Orð drottins hrein eru eilif ein
fullreynt vér þetta boðum. illum og svo góðum.
Lagboði er i sb. 1589: »Fyrir Adams fall«, og finnst ekki
sálmur með því upphafi i sjálfri sb. (sbr. þó fyrirsögn 190.
sálms), svo að verið gæti lagboði úr söngbók ólafs bysk-
ups Hjaltasonar og sálmurinn þar sjálfur með þessu upp-
hafi. í hinum sb. er lagboði: »Náttúran öll og eðli manns«.
202. Kœrt loj guðs kristni altíð.
Sb. 1589, bl. cxl—cxlj; sb. 1619, bl. 148—9; gr. 1594 og allir gr. siðan
(fyrst á 7,—10. sd. e. trin., síðar á allralieilagramessu); s-msb. 1742. —
Lagið er í báðum sb. og öllum gr.
Sálmurinn, 13 erindi, má heita óbreytt þýðing Marteins bysk-
ups (32. sálmur í kveri hans) á danska sálminum: »Lover Gud,
I fromme Kristne«, sem Arvid Petersön hefir gert upp úr
þýzkum sálmi: »Lobt Gott, ihr frommen Christen«, eftir Lúð-
vik Hailman, ókunnan höfund.1) Þýðingin er heldur liðug,
en gölluð að venjulegum hætti. Upphafserindið er undir lag-
inu (nr. 89).
Lagið fylgdi sálminum i þýzkum sb.2) og er með danska
sálminum í sb. HTh., (bl. 131 o. s. frv.).
203. Vak i nafni vors herra.
Sb. 1589, bl. cxlj—cxlij; sb. 1619, bl. 149—51; sb. 1671, bl. 193—4; sb.
JÁ. 1742, bls. 369—71; sb. 1746, bls. 369—71; sb. 1751, bls. 492-3; Hgrb.
1772, bls. 100—1. — Lagið er í sb. 1589 og 1619.
Sálmurinn, 11 erindi, er orktur af Hans Sachs, »Wach
auf in Gottes Namen«.3) Þýðingin þræðir frumsálminn, erindi
til erindis, en er gölluð að venjulegum hætti. Upphal':
Vak i nafni vors herra, um þessa náðartíð,
vakna skalt kristin trú, og á voru yzta landi
þér ber þakkir að gera alstaðar klár þau kenndi
þínum brúðguma nú. ljóst fyrir öllum lýð.
Orð sin þér aftur sendi
Lagið, sem er í sb., er i gr. við sálminn: »Hæsti guð, herra
mildi« og verður sýnt við hann (sjá 218. sálm); lagboðinn
í sb. 1671 og siðan er: »Vaknið upp, kristnir allir« og er við
þann sálm i gr. einmitt sami lagboði (þ. e. »Hæsti guð, herra
mildi«).
204. Herra himins og landa.
Sb. 1589, bl. cxlij—cxliij; sb. 1619, bl. 151—2; sb. 1671, bl. 194—5; sb.
JÁ. 1742, bls. 371—3; sb. 1746, bls. 371—3; sb. 1751, bls. 494—6. — Lagið
er i sb. 1589 og 1619.
1) Wackernagel bls. 331—3; Nutzhorn I. bls. 203 o. s. frv.
2) Zahn III. bls. 385-6.
3) Wackernagel bls. 171—2.