Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Síða 155
155
Sálmurinn, 13 erindi, er orktur af Andreas Gruber (uppi
um 1530), »Ach, Gott vom Himmelreiche«*); getur hann
nafns síns í síðasta erindi og að auki er það í upphafsstöf-
um erinda frumsálmsins. Þýðingin er nákvæm, en gölluð að
venju. Upphafserindi er undir laginu (nr. 90).
Lagið er í þýzkum sb. við sálminn: »Wachet auf, ihr Christen
alle«.*) 1 sb. 1671 og síðan er lagboði: »Einn herra eg bezt
ætti«.
205. Ó, herra guð, þín helgu boð.
Sb. 1589, bl. cxliij—cxliiij; sb. 1619, bl. 152—3. — Lagið er í báðum sb.
Sálmurinn, 8 erindi, er frumkveðinn á þýzku, af ókunnum
höfundi, »0 Herre Gott, dein göttlich Wort«.8) Þýðingin þræðir
frumsálminn, erindi fyrir erindi, en er gölluð að venju. Upp-
hafserindið er undir laginu (nr. 91).
Lagið fylgdi og frumsálminum frá fyrstu tíð1 2 3 4 5); hér á landi
var það síðar flutt til sálmsins: »ó, faðir minn, eg þrællinn
þinn«, sem varð og siðar lagboði (sbr. ASæm. Leiðarv., bls.
57, PG. 1861, bls. 83).
206. í Jesú nafni þá hefjum hér.
Sb. 1589, bl. cxliiij—cxlv; sb. 1619, bl. 153—4. — Lagið er í báðum sb.
Sálmurinn, 19 erindi, er frumorktur á þýzku.af ókunnum höf-
undi, »In Jesus Namen heben wir an«.6) Þýðingin er nákvæm,
erindi til erindis, en ella i lélegra lagi og gölluð mjög um rím,
enda ekki langlif. Væri ekki ólíklegt, að kynjuð væri frá Ólafi
byskupi Hjaltasyni. Á dönsku var sálmurinn þýddur og prent-
aður í hinni fyrstu sb. (Gl. Mortensöns 1528), »1 Jesu Navn
begynde vi«, en ekki virðist þýtt eftir henni hér, enda vantar
hér síðasta erindið, sem Cl. Mortensön hefir við aukið og
að vísu er lofgerðarvers.6)
Lagið er með dönsku þýðingunni í sb. HTh. (bl. 164 o. s. frv).
207. Pökk herra þeim, það veitti mér.
Sb. 1589, b). cxlv-cxlvj; sb. 1619,;bl. 154—5; sb. 1671, bl. 195-6; sb.
JÁ. 1742, bls. 373-4; sb. 1746, bls. 373—4; sb. 1751, bls. 496—8; Hgrb.
1772, bls. 102-3.
Sálmurinn er 8 erindi og vafalaust þýðing. Er efni sálms-
ins mjög líkt sálminum: »Gott Lob, dass jetzt wird verkund’t«,
1) Fischer II. bls. 442; Wackernagel bls. 358—9.
2) Zahn III. bls. 392.
3) Wackernagel bls. 531.
4) Tucher II. bls. 185—6; Zahn III. bls. 499 (nr. 5690).
5) Wackernagel bls. 524—5.
6) Nulzhorn I. bls. 76—7; II. bls. 113.