Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Síða 156
156
eftir Burkard Waldis1), en bragarháttur er annar og erinda-
talan önnur (hér 8). Sum erindin (1., 2. og 7) eru nálega
samhljóða öðrum yngra sálmi (með sama bragarhætti), »Ich
dank dir Gott, dass du die Zeit«, eftir Tómas Hartmann *
(erkidjákn í Eisleben á öndverðri 17, öld)2 3), og má vera, að
til grundvallar báðum liggi annar þýzkur sálmur, sem nú
sé glataður. Sálmurinn er gallaður, þó ekki til muna (2. og
5. er. eru rétt orkt), enda allþungur háttur. Upphaf:
Þökk herra þeim, þaö veitti mér svo opinbert er öllum gert,
þangað til lifa náði, að hver á Jesúm Christum
orð hans um heim útkomið er, hér hefir nú af hjarta trú
af því fæ heill og gleði, hreinn er af öllum lystum.8)
Lagboði: »011 náttúran og eðli manns« (sb. 1589) = wNáttúr-
an öll og eðli manns« (hinar).
208. Banvænn til dauða borinn er. «
Sb. 1589, bl. cxlvj—cxlvij; sb. 1619, bl. 155-6; Hgrb. 1772, bls. 97-9.
— Lagið er i öilum útg.
Sálmurinn, 5 erindi, er eftir Wolfgang Köpfel (eða Capito),
prófast í Strassburg (f. 1478, d. 1542), »Ich bin in’s Fleisch zu
Tod geborn«.4) Þýðingin er nákvæm, erindi til erindis, og þó i
betra lagi, en gölluð nokkuð að venjulegum hætti og þó ekki
svo mjög sem búast mætti við á þessum tíma, er svo dýr
er háttur. Upphafserindið er undir laginu (nr. 93). • ■*
Lagið fylgdi sálminum í þýzkum sb. á 16. öld.5)
209. Guðsson er kominn aj himnum hér.
Sb. 1589, bl. cxlvij— cxlviij; sb. 1619 bl. 157—8.
Sálmurinn, 14 erindi, er orktur af Páli Speratus, »Es ist
das Heil uns kommen her«.6) Þýðingin þræðir frumsálminn
erindi til erindis, en er gölluð að venjulegum hætti. Upphaf:
Guðsson er kominn af himnum hér Lausnarann Jesúm litur trú,
af hreinni náð og mildi; leið hann nóg fyrir oss alla nú,
af verkum hólpinn enginn er, svo kvitta oss kaupa skyldi.
oss fá þau ei hlift, svo gildi.
Lagboði: »Gervöll kristnin skal gleðjast nú«.
210. Ó, guð jaðir, þin eilíf náð.
Sb. 1589, bl. cxlviij—clj; sb. 1619 bl. 158—61. — Lögin eru í báð-
um sb.
Sálmurinn, 12 erindi, »samtal syndugs manns og Christi«,
1) Wackernagel bls. 492—3.
2) Koch II. bls. 227; Wackernagel V. bls. 313.
3) Allar sb. »löstum«.
4) Iíoch II. bls. 94 o. s. frv.
5) Zahn V. bls. 117.
6) Wackerhagel bls. 152—3.