Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Page 157
157
er orktur af Hans Sachs (upp úr eldra kvæði), »0 Gott
Vater, du hast Gewalk.1) Þýðingin er nákvæm, erindi til er-
indis, og furðulega góð við svo erfiðan brag, þótt ekki yrði
> langlif; heíir líklega þótt erfitt að syngja sálminn. Upphaf er
sýnt undir laginu (nr. 94).
Lagið (eða lögin) fylgdi sálminum í þýzkum sb.2 3) og var
með hinni dönsku þýðingu í sb. HTh. (bl. 166 o. s. frv.).
211. Kristinn líjðnr hér heyra skal.
Sb. 1589, bl. clj—clij; sb. 1619, bl. 161—2. — Lagið er í báðum sb.
Sálmurinn, 14 erindi, »um strið holdsins og andans«, er
orktur af Hans Witzstat úr Wertheim, »Nun höret zu, ihr
Christenleut«; vita menn fátt um þann mann annað en að
hann var skáld og gekk í flokk með endurskíröndum í siðskipta-
baráttunni.2) Þýðingin er nákvæm, erindi til erindis, og i betra
lagi, þótt ekki sé ógölluð að rími. Upphafserindi er undir
laginu (nr. 95).
Lagið fylgdi sálminum i þýzkum sb.4 5) og var með hinni
dönsku þýðingu í sb. HTh. (bl. 170 o. s. frv.). Þess má geta,
að löngu síðar (í Hgrb. 1772) var lagið tekið upp (með sama
lagboða) við sálminn: »Tala vil eg í sérhvert sinn«.
212. Á þig alleina, Jesú Krist.
V Sb. 1589, bl. clij; sb. 1619, bl. 162-3; sb. 1671, bl. 196—7; sb. JÁ.
1742, bls. 375-6; sb. 1746, bls. 375-6; sb. 1751, bls. 498-9; gr. 1691
(bænadagasöngur) og allir gr. síðan; s-msb. 1742. — Lagið er í sb.
1589, 1619, gr. 1691 og öllum gr. síðan.
Sálmurinn, 4 erindi, er orktur af Jóhanni Schneesing (Chio-
musus), presti í Friemar við Gotha (d. 1567), »Allein zu dir,
Herr Jesu Christ«.6) Þýðingin er nákvæm, erindi til erindis,
og að öllu leyti í betra lagi, enda virðist hafa verið vinsæl,
því að hún er tekin upp i sb. 1801—66 (nr. 50) og 1871—84
(nr. 59), lítt breytt. Upphafserindið er sýnt undir laginu
(nr. 96).
Lagið fylgdi sálminum í þýzkum sb.6) og var með hinni
dönsku þýðingu í sb. HTh. (bl. 183 o. s. frv.). Lagið hélzt
lengi i islenzkum kirkjusöng, þótt með nokkuð öðru sniði
væri, enda tekið upp úr síðari tima messusöngsbókum út-
lendum (sbr. ASæm. Leiðarv., bls. 30, PG. 1861, bls. 26).
1) Wackernagel bls. 173—5.
2) Zahn V. bls. 90.
3) Koch II. bls. 141 o. s. frv.; Wackernagel bls. 198—9.
4) Zahn I. bls. 465.
5) Koch I. bls. 376; Wackernagel bls. 183—4.
6) Zahn IV. bls. 362 (nr. 7292 b).
20