Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Qupperneq 158
158
213. Hjálprœðisdag riú Iwer mann sér.
Sb. 1589, bl. cliij; sb. 1619, bl. 163; sb. 1671, bl. 197; sb. JÁ. 1742,
bls. 376—7; sb. 1746, bls. 376—7; sb. 1751, bls. 499—500; Hgrb. 1772,
bls. 138—9.
Sálmurinn, 9 erindi, er orktur af Jóhanni Freder, »Nun
ist die angenehme Zeitcí.1 2) Þýðingin er nákvæm, erindi til
erindis, og í gallaminna lagi. Upphaf:
Hjálpræðisdag nú hver mann sér Ástgjöf pessa vér óskum vel,
og heppilegur tími er; þvi ópakklátum kemur kvöl.
sanngjarnir menn pví sæti. Síns efnis sérhver gæti.
Lagboði: »Guðsson kallar: Komið til min«.
214. Konung Davíð sem kenndi.
Sb. 1589, bl. cliij—cliiij; sb. 1619, bl. 163—4; gr. 1594 (messuupphaf á
13.—15. sd. e. trin.) og allir gr. siðan; s-msb. 1742. — Lagið er í sb.
1589, 1619 og öllum gr.
Sálmurinn, 6 erindi, er af dönskum rithöfundum talinn
frumorktur á dönsku, »Beklage af al min Sinde«, út af 51.
sálmi Davíðs.3) Þýðingin er nákvæm, erindi til erindis, og
ekki til muna gölluð að rimi. Áður var til þýðing þessa sálms
eftir Gísla byskup Jónsson (13. sálmur i kveri hans), en
enginn svipur er með henni og þessari. Þó að þessi þýðing
Iifði ekki grallarann, komst samt 3. er. hennar, »Miskunn
virztú mér veita«, með litils háttar breytingum (eftir síra
Stefán Thorarensen), inn í ,Nýjan viðbæti4 1861 og 1863
(nr. 82) og í sb. 1871—84 (nr. 235). Upphafserindið er undir
laginu (nr. 97).
Lagið er með danska sálminum i sb. HTh. (bl. 181 o. s. frv.)
og í gr. NJesp. (bls. 355), enda er það talið danskt.8) Þetta
lag féll niður í íslenzkum kirkjusöng á 19. öld, og var þá
tekið upp annað, en lagboða þó haldið lengi (sbr. PG. 1861,
bls. 70, er tekur hið eldra með í breyttri mynd, sbr. og
ASæm. Leiðarv., bls. 50).
215. Maður þér ber þína.
Sb. 1589, bl. cliiij —clv; sb. 1619, bl. 164—6. — Lagið er i báðum sb.
Sálmurinn, 15 erindi, er eftir Michael Weisse, »Menschen-
kind, merk eben«.4) Þýðingin þræðir frumsálminn, erindi til
erindis, en er gölluð að rimi og áherzlu. í sb. 1619 er fellt
1) Wackernagel bls. 239—40.
2) Nutzhorn I. bls. 249 o. s. frv.
3) Nutzhorn I. bls. 251.
4) Wackernagel bls. 257—8.