Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Qupperneq 159
159
niður (af vangá) 13 er. Upphafserindið er sýnt undir laginu
(nr. 98).
Lagið fylgdi sálminum í þýzkum sb.1)
216. 1 djúpri neyð aj innstu rót.
Sb. 1589, bl. clv— clvj; sb. 1619, bl. 165-6; sb. 1671, bl. 197-8; sb.
JÁ. 1742, bls. 377-8; sb. 1746, bls. 377—8; sb. 1751, bls. 500-2; Hgrb.
1772, bls. 139—40.
Sálmurinn, 9 erindi, er eftir Michael Weisse, »Aus tiefer
Noth lasst uns zu Gott«.2) Þýðingin er nákvæm, erindi til
erindis, en gölluð að venju, þó að ekki sé til muna. Upphaf:
í djúpri neyö af innstu rót og hlifi oss við hefnd og kvöl,
á guð skulum vér kalla; hans guöleg náð oss kvitti vel
biðjum hans líkn um lausn og bót, við synd og illsku alla.
láti oss ei frá sér falla
Lagboði: »Af djúpri hryggð ákalla eg þig«. Með dönsku
þýðingunni var á hinn bóginn sérstakt lag i sb. HTh. (bl.
179 o. s. frv., »Af dybeste Nöd lader os til Gud«).
217. Snú þá a/tur, hinn ungi son.
Sb. 1589, bl. clvj; sb. 1619, bl. 166.
Sálmurinn, 10 erindi (prentvilla i 2. er. lagfærð í sb. 1619),
er eftir Michael Weisse, »Kehr um, kehr um, du junger Sohn«.3)
Þýðingin þræðir frumsálminn, erindi til erindis, en er gölluð
að rími, framar en við mætti búast um svo léttan hátt. Upphal:
Snú þú aftur, hinn ungi son, fórst undan þinni föður hönd
of mjög gerðist þú synda þjón, fjarlægur mjög um annarleg lönd.
Lagboði: »Halt oss, guð, við þitt helga orð«.
218. Hœsti guð, herra mildi.
Sb. 1589, bl. clvj—clvij; sb. 1619, bl. 166-7; gr. 1594 (á 4.-6. sd. c.
trin.) og allir gr. siðan; s-msb. 1742. — Lagið er i öllum gr.
Sálmurinn, 7 erindi, hélzt óbreyttur (í gr. 1594 og öllum
útgáfum siðan er að eins vikið við einni ljóðlínu í 6. er. til
rímbóta). Upphafserindið er undir laginu (nr. 99). Sálmur-
inn er frumorktur á þýzku af ókunnum höfundi, »0 reicher
Gott im Throne«.4) Þj'ðingin er nákvæm, erindi til erindis,
og yfirleitt i smekklegra lagi, gölluð litt að rími.
í sb. er lagboði: »Vak í nafni vors herra«, og er einmitt
i þeim sama lag við þann sálm (sjá 203. sálm) sem í gr. við
þenna. Lagið virðist ekki almennt i þýzkum sb. á 16. öld,
en finnst þó, með lítils háttar afbrigðum.5) Hér á landi varð
1) Zahn II. bls. 362; sbr. Tucher II, bls. 105.
2) Wackernagel bls. 288—9.
3) Wackernagel bls. 289—90.
4) Wackernagel bls. 538—9.
5) Zahn IV. bls. 329 (nr. 7212 b).