Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Síða 161
161
►
►
►
Ó, herra, nú mig næri, hneig þín eyru ei frá;
nauösyn mér liggur á, orða hefi eg ei færi
eg klaga fyrir þér og kæri, með öllu sem mér bæri,
kvíöi eg við upp aö tjá, ef allt skal herma frá.
Ekki verður fundin bein fyrirmynd að sálmi þessum í út-
lendum bókum; verður þvi að telja hann frumsaminn á ís-
lenzku. Fyrirsögn: »Ein iðranarjátning upp á þau tíu guðs
boðorð«. Höfundur er táknaður með upphafsstöfunum
»M. J. S.«, og er vart um þessar mundir að ræða um annan
mann, er hér geti átt hlut að máli, en Magnús sýslumann
Jónsson hinn prúða i Ögri; er og svipur af honum í sálm-
inum. Sálmurinn er einn hinna snjöllustu, sem til eru frá
þessum tímum, og nálega ógallaður að rimi.
Lagboði: »Ivonung Davíð sem kenndi«.
222. Aví, aví, mig auman mann.
Sb. 1589, bl. clxj; sb. 1619, bl. 171; sb. 1671, bl. 201; sb. JÁ. 1742, bls.
384; sb. 1746, bls. 384; sb. 1751, bls. 507-8; gr. 1691 (messuupphaf á
bænad. 4. föstud. eftir páska) og allir gr. síðan; s-msb. 1742. — Lagið
er í sb. 1589 og 1619, gr. 1691 og öllum gr. siðan.
Sálmurinn er 6 erindi og hélzt óbreyttur (upphafsorðið
er fyrst »Auví«, síðar »Aví). Upphafserindið er undir
laginu (nr. 100). Ekki er unnt að finna beina útlenda
íyrirmynd að þessum sálmi, þó að hann minni nokkuð á
sálm eftir Jóhann Kohlros, »Ewiger Gott, Vater und Herr®,1)
og þó að upphafið (»Auví« eða »Avi«) kunni að minna á
þýzkan uppruna (»Ach, weh« eða »0 weh«). Því má ætla,
að hann sé frumorktur á íslenzku, enda bragarháttur fátíður
og jafnvel ótíðkaður með öðrum þjóðum, en ekki er kunn-
ugt um höfund. í fyrirsögn stendur: »Önnur hjartnæm visa
og syndajátning«; þó að hin fyrri sé eftir Magnús prúða og
efnið svipað, er ekki þar með sagt, að þessi sé og eftir hann.
Hitt er annað, að sálmurinn er einn hinna snjöllustu frá
þessum tíma, gallalaus um rím og hefir löngum verið talinn
einn hinna hjartnæmustu sálma frá fyrri tímum; allt þetta
saman gæti því einmilt bent til Magnúsar prúða, þvi að
liann er í fremstu skálda röð sinna daga.
Um lagið er svipað að segja; bein útlend fyrirmynd að
þvi verður ekki fundin. Fað verður þvi að teljast íslenzkt
með sama rétli. Það hefir með timanum orðið nokkuð af-
hrugðið í meðför, en heldst enn í islenzkum kirkjusöng, og
var sálmurinn lengi lagboði, eftir að hann var felldur niður
úr sb. (sbr. ASæm. Leiðarv., bls. 30, PG. 1861, bls. 24—5).
1) Wackernagel bls. 214—15.