Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Síða 164
164
Sálmurinn, 11 erindi, er eftir Nikulás Herman, »Wer durch
den Glauben ist gerecht«.1 2 3) Þýðingin er nákvæm (að eins
fellt niður 3. er. frumsálmsins) og í tölu hinna fáu ógölluðu.
Upphaf:
Sá má ei vera syndaþræll, hver með guði vill hafa vist,
sem fyrir trú er orðinn sæll; húð forna hann skal afleggja fyrst.
Lagboði: »HaIt oss, guð, við þitt hreina (eða: helga) orð«.
229. Hver hjálpast vill í heimsins kvöl.
Sb. 1589, bl. clxvij—clxviij; sb. 1619, bl. 177-8; sb. 1671, bl. 202—4;
sb. JÁ. 1742, bls. 387—9; sb. 1746, bls. 387—9; sb. 1751, bls. 510-12. —
Lagið er í sb. 1589 og 1619.
Sálmurinn, 19 erindi, er eftir Jóhann Xylotectus (eða
Zimmermann) úr Luzern (d. í Basel 1526), »Wer hie das
Elend bauen will«.a) Þýðingin er nákvæm, erindi til erindis,
en gölluð mjög að venjulegum hætti. Upphafserindið er undir
laginu (nr. 103).
Lagið finnst ekki með sálminum í þýzkum sb. á 16. öld,
það var og lagt niður, og er lagboði í sb. 1671 og síðan:
»Jesús Kristur á krossi var«.
230. Guðs reiði slillir rélt trú ein.
Sálmurinn, 16 erindi, er eftir Nikulás Herman, »Ein wahrer
Glaub Gottes Zorn stillt«s), og er að eins í sb. 1589 (bl.
clxviij—clxix). Þýðingin er nákvæm (fellir þó úr 6. og 15.
er. frumsálmsins) og i minna lagi gölluð um rím, þó að
ekki yrði langlíf. Upphaf:
Guðs reiði stillir rétt trú ein, bróðurleg elska heitir hann,
rís með blóma á hverri grein, hvar af vel þekkist kristinn mann.
Lagboði: »Halt oss, guð, við þitt hreina orð«.
231. Á einn guð vil eg trúa.
Sb. 1589, bl. clxix—clxx; sb. 1619, bl. 180; sb. 1671, bl. 205-G; sb.
JÁ. 1742, bls. 392-3; sb. 1746, bls. 392—3; sb. 1751, bls. 515—17.
Sálmurinn, 6 erindi, er eftir Albert (von) Salzborch, sem
menn þekkja ekki að öðru en því, að hann hefir bundið
nafn sitt í upphafsstöfum og upphafsatkvæðum sálms þessa,
»Allein in Gott vertrauen«.4) Þýðingin er nákvæm, erindi til
erindis, og í betra lagi, lítt gölluð um rím. Upphaf:
1) Wackcrnagel III. bls. 1220—1.
2) Koch II. bls. 53; Tucher I. bls. 261—2; Wackernagel bls. 366-8.
3) Wackernagel III. bls. 1218; Zahn I. bls. 138.
4) Koch I. bls. 440; Wackernagel bls. 371—2.