Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Side 166
166
235. Guðsson kallar: Komið til mín.
Sb. 1589, bl. clxxij—clxxiij; sb. 1619, bl. 182—4; sb. 1671, bl. 207—8;
sb. JÁ. 1742, bls. 396—8; sb. 1746, bls. 396-8; sb. 1751, bls. 519-22; gr.
1691 (messuupphaf á 22.—4. sd. e. trin.) og allir gr. síðan; s-msb. 1742.
— Lagið er í sb. 1589, 1619, gr. 1691 og öllum gr. síðan.
Sálmurinn, 16 erindi, er eftir Hans Witzstat úr Wertheim,
»Kommt her zu mir, spricht Gottes Sohna.1) Þýðingin er ná-
kvæm, erindi til erindis, en gölluð að venju. Upphafserindið
er undir laginu (nr. 104).
Lagið fylgdi sálminum i þýzkum sb.2) og hinni dönsku
þýðingu í sb. HTh. (bl. 230 o. s. frv.), þótt afbrigði séu í; i
islenzkum útgáfum eru og nokkur afbrigði. Hér er lagið sýnt .
eftir sb. 1619. Sálmurinn hélt áfram að vera lagboði, eftir að
hann var lagður niður (sbr. ASæm. Leiðarv., bls. 36, PG.
1861, bls. 40).
236. Má eg ólukku ei móti stá.
Sb. 1589, bl. clxxiij—clxxiiij; sb. 1619, bl. 184; sb. 1671, bl. 208—9;
sb. JÁ. 1742, bls. 398; sb. 1746, bls. 398; sb. 1751, bls. 522. — Lagið er í
sb. 1619.
Sálmurinn, 3 erindi, er almennt eignaður Maríu, drottningu
í Ungverjalandi (f. 1505, d. 1558), systur Karls keisara V.,
enda hafði hún heldur hallazt á sveif með siðskiptamönnum;
er og fyrirsögn i sb. »Vísa drottningarinnar af Hungaríalandi«
og nafnið, »María«, fólgið i upphafsstöfum erinda þýðingar
þessarar, eins og í frumsálminum; vel gæti hann þó verið
orktur af öðrum og tileinkaður drottningu með þessum hætti.
Á þýzku er upphaf: »Mag ich Unglúck nichl widerstehn«.3)
Þýðingin er nákvæm, erindi til erindis, og ógölluð að rími,
en ekki svipmikil. Upphafserindið er undir laginu (nr. 105).
Lagið fylgdi sálminum i þýzkum sb.4 5) og er með hinni
dönsku þýðingu í sb. HTh. (bl. 241 o. s. frv.); í sb. 1619
eru þó nokkur afbrigði. í gr. 1691 og öllum gr. síðan var
þetta lag með sálminum »Við dauða mig ei verja má« (309.
sálmur).
237. Kœr er mér sú hin mœta Jrú.
Sb. 1589, bl. clxxiiij; sb. 1619, bl. 184—5; Hgrb. 1772, bls. 307-9. —
Lagið er i öllum pessum sb.
Sálmurinn, 3 erindi, er eftir Lúther, »Sie ist mir lieb, die
werte Magd«.6) Þýðingin er nákvæm, erindi til erindis, en
1) Wackernagel bls. 196—8.
2) Zahn II. bls. 121 (nr. 2496 c).
3) Koch I. bls. 451—2; Wackernagel bls. 189. ý
4) Zahn V. bls. 11-12.
5) Wackernagel bls. 146.