Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Qupperneq 169
169
Tyrkir eru nefndir í frumsálminum, og var því ekki breytt
siðar, er menn tóku hér á landi eftir rán Algiersmanna
(Tyrkja) 1627 að hafa framar um hönd bænir og sálma gegn
þeim. Þýðingin er nákvæm, erindi til erindis, og ekki lil
muna gölluð um rím. Upphaf:
Ó, guð, pitt nafn áköllum vér, Úrræði vort er einkis neytt,
enginn hjálpari annar er af pví vér höfum illa breytt
á vorum eymdardegi; og pig til reiði reitað.
óvinar heift og ógn er stór, Lít pó á, skírn vér fengum fyrst,
en pú, drottinn, ert hlífðin vor; frelsarans blóð oss heflr leyst;
veit oss, hann vinni eigi. náð pin fær oss ei neitað.
Lagboði: »Adams barn, spnd þín svo var stór«.
244. Halt oss, guð, við þitt hreina orð.
Sb. 1589, bl. clxxix; sb. 1619, bl. 189—90; gr. 1594 (á jólaföstu) og
allir gr. síðan; s-msb. 1742. — Lagið er í sb. 1619 og öllum gr.
Sálmurinn er 7 erindi, og héldust þau óbreytt, að kalla
má; upphafserindið er undir laginu (nr. 109). Hann er frum-
orktur á þýzku, »Erhalt uns, Herr, bei deinem Wort«, 1,—3.
er. af Lúther, 4.-5. af Jústusi Jonas, en 6.-7. siðari viðbót,
þó frá 16. öld.1) Marteinn byskup hafði áður þýtt 5 fyrstu
erindin (27. sálmur i kveri hans); heflr og 1. erindi i þessari
þýðingu verið tekið því nær óbreytt þaðan, en hin ekki.
Lagið fylgdi sálminum i þýzkum sb.2) og er með hinni
dönsku þýðingu í sb. HTh. (bl. 253 o. s. frv.).
245. Jesu Christe, þig kalla eg á.
Sb. 1589, bl. clxxix—clxxx; sb. 1619, bl. 190—1; sb. 1671, bl. 213; sb.
JÁ. 1742, bls. 406—7; sb. 1746, bls. 406-7; sb. 1751, bls. 530-1. — Lagið
er í sb. 1589 og 1619.
Sálmurinn er 5 erindi og upphafserindið undir laginu (nr.
110). Sálmurinn (og lagið) var fyrrum eignað Páli Speratus,
en á siðari timum Jóhanni Agricola, »Ich ruf’ zu dir, Herr
Jesu Christ«.3) Sálmurinn var áður þýddur af Gísla byskupi
Jónssyni (12. sálmur í kveri hans), en ekki hefir sú þýðing
verið notuð hér. Þýðingin er nákvæm, erindi til erindis, en
gölluð að venjulegum hætti.
Lagið fylgdi sálminum í þýzkum sb.4) og er með hinni
dönsku þýðingu í sb. HTh. (bl. 268 o. s. frv.). Lagið lifði
sálminn og lifir enn, og var hann lengi lagboði, þótt aðrir
sálmar væru hafðir að texta (sbr. ASæm. Leiðarv., bls. 45,
PG. 1861, bls. 57).
1) Wackernagel bls. 151; Tucher I. bls. 88.
2) Zahn I. bls. 100 (nr. 350 b).
3) Wackernagel bls. 156; sbr. Fischer I. bls. 344—5.
4) Zahn IV. bls. 405.
1 •