Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Side 171
171
en þvi, að fellt er burt siðasta erindi frumsálmsins; ekki er
hún til muna gölluð að rími. þýðingin var, Iítt breytt, i sb.
1801-66 (nr. 158) og 1871-84 (nr. 274). Upphaf:
Allt mitt ráö til guðs eg set, Heilsa, vit, líf, sál, heiður, fc
á mér sinn vilja verða lét; hans vernd jafnan bifalað sé
mér bið eg hans miskunn hlífi. nú og í eilífu lifi.
Lagboði: »Guðsson kallar: Iíomið til min«.
249. Bœn mína, herra, heyrir.
Sb. 1589, bl. clxxxij—clxxxiij; sb. 1619, bl. 193—4.
Sálmurinn er 7 erindi og er kallaður í fyrirsögn »Einn
barnalofsöngur, sem orkt hefir Vilhjálmur af Líflandi«. Höf-
undurinn er Vilhjálmur Fúrstenberg, yfirmeistari hinnar
þýzku riddarareglu i Liílandi (um 1550), »Ach, Gott, will
mich erhöremt.1 2 3) þýðingin er liðug, nákvæm, erindi til erindis,
en gölluð nokkuð að venjulegum hætti. Upphaf:
Bæn mína, herra, heyrir, pig, drotlinn, eg ákalla;
af hryggri bið eg lund, einn ertu hlífðin mín;
i mér syndin sig hrærir, á þig set eg von alla;
synd vekur alla stund; etl mig með miskunn pin.
Lagboði: »Eg heiðra þig h[errann góðij« (sbr. 150. og
279. sálm).
250. Eilljur guð og faðir minn.
Sb. 1589, bl. clxxxiij; sb. 1619, bl. 194. — Lagið er i báðum sb.
Sálmurinn, 7 erindi, er eftir Jóhann Kohlros, kennara i
Basel (d. nálægt 1560), »Ewiger Gott, Vater und Herr«.s)
Þýðingin er nákvæm, erindi til erindis, en gölluð að venju-
legum hætti. Upphafserindið er undir laginu (nr. 111).
Lagið fylgdi sálminum i þýzkum sb.s) Það var tekið upp
í Flokkabók, Hól. 1780 (bls. 443), og Vikuoífur, Hól. 1780
(bls. 19), við sálminn: »Himneski faðir, heyr þú mig«, sem
réttilega er eignaður sira Ólafi Einarssyni i Kirkjubæ í Hgrb.
1772, því að í sálmasafni frá Magnúsi hinum digra Jónssyni
i Vigur (JS. 643, 4to., skr. ca. 1690) er honum eignaður hann,
og að Oddi byskupi Einarssyni er eignaður hann í Lbs. 739,
8vo., mun stafa af ruglingi á skammstöfun nafna þeirra
bræðra. Hitt mun rangt að eigna hann sira Ólafi Jónssyni á
Söndum, eins og sum handrit gera (Lbs. 496 og 645, 8vo.),
með þvi að hann finnst ekki í kvæðabók hans, sem til er i
fjölda eftirrita.
1) Wackernagel III. bls. 921—2; Koch I. bls. 440.
2) Koch II. bls. 53; Wackernagel bls. 214—15.
3) Zahn III. bls. 460.