Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Side 172
172
251. Miskunnsami og góði guð.
Sb. 1589, bl. clxxxiij—clxxxiiij; sb. 1619, bl. 194—5; sb. 1671, bl. 215;
sb. JÁ. 1742, bls. 412—14; sb. 1746, bls. 412—14; sb. 1751, bls. 536—8.
Sálmurinn er 15 erindi, og haldast þau óbreytt. Þó er í
sb. 1619 (og siðan) i 2. er. sett .djöfuls megn‘ í staðinn fyrir
,dauðans megn‘; hefir fyrra orðalagið þókt of dauft, þegar
17. öld rann upp, þó að það sé í samræmi við frumsálminn,
sem er eftir Michael Weisse, »Barmherziger, ewiger Gottcí.1 2)
Þýðingin er nákvæm, en með venjulegum annmörkum.
Upphaf:
Miskunnsami og góði guð, í vorum mátt (!) er engin von;
gæt að eymd vorri, kvöl og nauð. álít oss fyrir Christum, pinn son.
Lagboði: »HaIt oss, guð, við þitt hreina orð«.
252. Miskunnsaman og mildan guð.
Sb. 1589, bl. clxxxiiij; sb. 1619, bl. 195—6.
Sálmurinn, 4 erindi, er eftir hinn fræga sænska siðskipta-
mann, Olaus Petri (f. 1497, d. 1552), »Fader wor, barmhertig
och god«; var honum snemma snúið á dönsku, og þurfti
ekki mikið til í þá daga, er málin voru enn alllík, enda
samhljóða bæði á sænsku og dönsku (sb. HTh., bl. 145 o. s.
frv.).*) Þýðingin er nákvæm, erindi til erindis, en heldur
léleg og með venjulegum annmörkum. Upphaf:
Miskunnsaman og mildan guð hvað pinn vilja má kunngera
megum vér vist pig kalla; og skapað hefir himin og jörð,
þú gafst oss Christi blessaða blóð, hér má vor kenning vera,
sem burt tekur syndir allar. að ei skulum villir fara.
Hingað send oss þitt heilaga orð,
I sb. 1589 er lagboði: »Nú vill guð faðir miskunna« (sbr.
og 163. sálm), en enginn sálmur hefst svo þar, svo að tvennt
er til. Fyrst það, að sett sé hér í athugaleysi þýðing á hinum
danska lagboða í sb. HTh.: »Nu er os Gud miskundelig«,
enda lagfært i sb. 1619 og þar settur lagboði upphaf þýð-
ingar þess sálms: »Guð miskunni nú öllum oss«. Hitt er,
að tekin sé upp úr söngbók ólafs byskups Hjaltasonar.
253. Til guðs milt traust alleina er.
Sb. 1589, bl. clxxxiiij—clxxxv; sb. 1619, bl. 196. — Lag eríbáðumsb.
Sálmurinn er 3 erindi og hefst svo:
Til guðs mitt traust alleina er, Pess vegna eg til enda skal
angri kann af mér venda, á hans gæzku mig reiða;
lukku og nauð, sem hlýt eg hér, máttug hönd drottins mína sál
hann einn veit eg mér senda. mun til fagnaðar leiða.
1) Wackernagel bls. 281—2.
2) Beckman bls. 74—7; Nutzhorn I. bls. 194—5.