Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Side 174
174
um, og er hann þó gallaður um rím, þótt litils hátlar sé, og
felur í sér ritningarummæli (Jóh. 3), en með þvi að per-
sónulegur blær er á honum, enda fyrirsögnin »Iðrandi manns
bænarsöngur«, má vera, að hann sé innlendur.
Lagboði: »Guð þann engil sinn Gabriek.
250. Ó, Jesú Krist, guðs einkason.
Sb. 1589, bl. clxxxvj—clxxxvij; sb. 1619, bl. 197—8; sb. 1671, bl. 216—17;
sb. JÁ. 1742, bls. 415—16; sb. 1746, bls. 415-16; sb. 1751, bls. 539-41.
Sálmurinn er 8 erindi og hefst svo:
0, Jesú Krist, guðs einkason, veit öllum bauðst: Komið til min,
endurlausn min og náðarvon, hverjir sem reynið hryggð og ncyð,
cg vesall maður vitja þin, lijálp mín er lausn við synd og deyð.
Það hefði nú mátt ætla, að þessi sálmur væri frumkveðinn
á íslenzku, með því að úr upphafsstöfum erindanna má lesa:
»ólafsbón«, en svo er þó ekki. Sálmurinn er eftir Jóhannes
Mathesius, »0 Jesu Christ, wahr Gottes Sohn« *), þýddur af
sira Ólafi Guðmundssyni í Sauðanesi, er með þessum hætti
heíir fólgið nafn sitt i þýðingunni. Pýðingin er mjög nákvæm,
orðrétt að kalla má; er frumsálmurinn 23 tveggja ljóðlina
erindi, en þau tekin saman 3 hver i hvert erindi þýðingar
þessarar. Gölluð er hún að venjulegum hætti, en þó eru sum
erindanna vel kveðin og hjartnæm.
Lagboði: »Faðir vor, sem á himnum ert«.
257. Nœr hugraun þunga hittum vér.
Sb. 1589, bl. clxxxvij; sb. 1619, bl. 198—9; sb. 1671, bl. 217; sb. JÁ.
1742, bls. 416—17; sb. 1746, bls. 416-17; sb. 1751, bls. 541. — Lagið er
í sb. 1589 og 1619.
Sálmurinn, 7 erindi, er eftir Pál Eber, »Wenn wir in höch-
sten Nöthen sein«.1 2) Þýðingin er nákvæm, erindi til erindis,
heldur liðug og nálega ógölluð um rim. Upphafserindið er
undir laginu (nr. 112).
Lagið fylgdi sálminum i þýzkum sb.3) og er með hinni
dönsku þýðingu i sb. HTh. (bl. 267 o. s. frv.). 1 sb. 1671 — 1751
er lagboði: »Halt oss, guð, við þitt hreina orð«. í gr. var þetta
lag tekið við sálminn: »Minnstu, ó, maður, á minn deyð«.
258. Ó, guð, lijá oss í heimi hér.
Sb. 1589, bl. clxxxvij—clxxxviij; sb. 1619, bl. 199 og enn bl. 262—3.
Sálmurinn er 3 erindi og hefst svo:
Ó, guð, hjá oss í heimi hér mjög blint er hugur, manvit, skyD,
holdlegt ráð allt til einskis er, megnar engu i slíkri pin.
Fyrirsögn er: »Sama bæn með öðrum hætti diktuð«, og er
1) Wackernagel III. bls. 1156.
2) Wackernagel bls. 383.
3) Zahn I. bls. 114 (nr. 394).