Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Side 178
178
að henni en að venju lætur. Upphafserindið er undir lag-
inu (nr. 115).
Lagið finnst með sálminum i þýzkri sb.1) og er með hinni
dönsku þýðingu i sb. HTh. (bl. 233 o. s. frv.), þótt af-
brigði séu i.
265. Öll lukka gleri líkust er.
Sb. 1589, bl. cxcviij; sb. 1619, bl. 207; sb. 1671, bl. 217—18; sb. JÁ.
1742, bls. 417—18; sb. 1746, bls. 417—18; sb. 1751, bls. 542—3.
Sálmurinn er 7 erindi og hefst svo:
Öll lukka gleri likust er,
laus og stygg aö reyna,
um ýmsa staði of brátt fer,
elskar ei biölund neina.
Af fylgi hennar fengura vér
fé og vini hreina;
stundu síðar strauk frá mér;
stend þvi nú alleina.
Ekki finnst bein útlend fyrirmynd að þessum sálmi. Hann
er og einn hinna snjöllustu þessara tima og nálega ógallaður
að öllu leyti. Á honum er og mjög persónulegur blær og
innilegur, svo að vel mætti hann vera íslenzkur.
Lagboði: »Ó, herra guð, þín helgu boð«.
266. Eg gekk á einum tíma.
Sb. 1589, bl. cxcviij—cxcix; sb. 1619, bl. 207—8; sb. 1671, bl. 218—20;
sb. JÁ. 1742, bls. 419—20; sb. 1746, bls. 419—20; sb. 1751, bls. 543—4.
Sálmurinn, 10 erindi, er eignaður Benedikti Gletting, sem
er ókunnur að öðru en nafni (uppi ca. 1560), »Ich ging ein-
mal spazieren« (eða: »Einmal ging ich spazieren«2 3). Þýð-
ingin er nákvæm, erindi lil erindis, nokkuð gölluð að venju-
legum hætti, sum erindin þó rétt kveðin. Upphaf:
Eg gekk á einum tima
ei þó langan veg,
hvar mig holdið auma
og heimur villtu mjög;
þekktist eg þeirra lát.
Andskotinn bjó oss pretti,
Eva að oss rétti,
þá hún af epli át.
Lagboði: »Gæzku guðs vér prísum«.
267. Faðir, sonur, andi heilagi.
Sb. 1589, bl. cxcix—cc; sb. 1619, bl. 210—11; sb. 1671, bl. 220—1; sb.
JA. 1742, bls. 422—4; sb. 1746, bls. 422-4; sb. 1751, bls. 547—8; Hgrb.
1772, bls. 327-8.
Sálmurinn (»um hjónabandsstétt«), 10 erindi, er eftir Jó-
hann Freder, »Gott Vater, Sohn und heilge Geist«.8) Þýð-
ingin er nákvæm, erindi til erindis, en léleg að öðru leyti og
gölluð í meira lagi um stuðla og rím. Upphafserindi:
1) Zahn III. bls. 27.
2) Wackernagel bls. 583—5; sbr. Wackernagel III. bls. 157—60;
Fischer I. bls. 159-60; II. bls. 441.
3) Wackernagel bls. 240—1.