Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Side 185
185
Morgunsálmur þessi, 4 erindi, samsvarar 276. sálmi, cnda
fyrirsögn: »Barna-morgunbæn af catechismo Lutheri«, og er
eftir sama mann, Georg Klee, með sama upphafi’), og tekið
1. (og 2.), 3. og 6. er. frumsálmsins og siðasta er. 276. sálms.
Erindin eru vel kveðin og gallalaus um rim. Upphaf:
Guö, minn faðir, eg þakka þér, líf mitt og sál um liðna nótt
þinn son Jesúm að gafstu mér, leystir frá voða, eymd og sótt.
Lagboði er sami: »Dagur og Ijós þú, drottinn, ert«.
289. Dagur í austri öllum.
Sb. 1589, bl. ccix—ccx; sb. 1619, bl. 225-6; sb. 1671, bl. 271—2; sb.
JÁ. 1742, bls. 516-18; sb. 1746, bls. 516-18; sb. 1751, bls. 642—4;Hgrb.
1772, bls. 463—6; gr. 1607 og allir gr. síöan. — Lagið er í sb. 1589 og
1619, gr. 1607, 1691 og öllum gr. síðan.
Sálmurinn er 10 erindi og héldust þau óbreytt i öllum
útgáfum. Þó má geta þess, að uppbafinu er breytt i gr. 1607
og öllum útgáfum siðan, .austri öllum‘ gert að ,austri öllu',
en hið fyrra er ákjósanlegra, ekki að eins vegna ríms, held-
ur og merkingar; ,öllum‘ á bér ekki við áttina (austur),
heldur er undirskilið ,mönnum‘. Upphafserindið er undir lag-
inu (nr. 120). Þetta er morgunsálmur og er eftir Eirik
Krabbe, »Det dages nu i Östen« (sb. HTh., bl. 314—16).
Pýðingin er nákvæm, erindi til erindis, og í betra lagi (og
snjallari miklu frumsálminum), nálega gallalaus um rím.
Lagið er (með nokkurum atbrigðum) í sb. HTh., en mun
þó vera þýzkt að uppruna, þótt seinna nokkuð virðist það
koma fram í þýzkum söngbókum prentuðum 1 2), og gætu
verið glataðar þær bækur, er fyrst birtu það. Þetta er stofn-
inn í lagi þvi, sem nú er kunnast undir lagboðanum »Allt
eins og blómstrið eina«, enda er sá lagboði við sálminn í
Hgrb. 1772; breytingar á laginu hafa orðið smám saman (pr.
i ASæm., Leiðarv., bls. 29, PG. 1861, bls. 24).
290. Pann signaða dag vér sjáum nú einn.
Sb. 1589, bl. ccxj; sb. 1619, bl. 228; sb. 1671, bl. 272-3; sb. JÁ. 1742,
bls. 518-20; sb. 1746, bls. 518—20; sb. 1751, bls. 645-6; Hgrb. 1772,
bls. 474—5. — Tvenns konar lög eru við sálminn, annað í sb. 1589, hitt
i sb. 1619, gr. 1607 og öllum gr. siðan.
Morgunsálmur þessi, »gömul kristileg dagvísa«, 8 erindi,
er gamall danskur sálmur frá kaþólskum timum, sem tekinn
var í sb. HTh. (bl. 316—18), »Den signede Dag, som vi nu
se«.3) Pýðingin er nákvæm (fellir þó úr 6. er. frumsálmsins)
1) Wackernagel III. bls. 1118.
2) Zahn III. bls. 406; Tucher II. bls. 169.
3) Sbr. Skaar II. bls. 494 o. s. frv.