Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Qupperneq 186
og í betra lagi, nálega ógölluð. Þrjú hin síðustu erindi þessa
sálms, »Dagur svo langur aldrei er«, voru gerð að sérstök-
um sálmi í sb. 1801—66 (nr. 329) og 1871—84 (nr. 534).
Upphafserindið er undir laginu (nr. 121). Sú þýðing þessa
sálms, sem nú tíðkast í íslenzkum kirkjusöng, er runnin frá
sálmi, sem N. F. S. Grundtvig orkti upp úr hinum forndanska
sálmi (þýðing síra Stefáns Thorarensens).
Lagið í sb. 1589 er svipað laginu við sálminn í sb. HTh.
og er sýnt hér fyrir aftan. En hitt lagið er hið sama sem
hér er áður sýnt við sálminn: »Sá frjáls við lögmál fæddur
er« (sjá 35. sálm).
291 — 6. Ljóssins skapctri líknsami o. s. frv.
Sb. 1589, bl. ccxj—ccxij; sb. 1619, bl. 226—7; Hgrb. 1772, bls. 14—17.
Fyrirsögn sálmanna er: »Hymnar um verk drottins, sem
hann skapaði á sérhverjum þeirra sex daga«. Allir eru sálm-
arnir fornir latínskir hymnar1), þýddir beint og nákvæmlega,
en ekki alveg gallalausir um rím. 1 sálmasafni einu í hand-
riti (Lbs. 1245, 8vo.) er þýðingin eignuð síra Magnúsi ólafs-
syni í Laufási, en hæpið mun það.
291. (4 er. + 1 lofgerðarvers). »Fyrsta dags verk«. Upp-
haf (á islenzku og latínu):
Ljóssins skapari líknsami, Lucis creator optime,
ljósa dagsbirtu veitandi, lucem dierum proferens,
heimsins upphaf svo heflr prýtt, primordiis lucis novæ
lielzt skapandi svo ljósið nýtt. mundi parans originem.
292. (4 er. 1 lofgerðarv.).
Himnaskaparinn, herra dýr,
höfuðskepnum staðfestu býr,
vatna skilnað svo verða lézt,
vitt ofar hefir himin fest.
»Guðs verk á öðrum degi«.
Immensi coeli conditor,
qui, mixta ne confunderenl,
aquæ fluenta dividens
coelum dedisti limitem.
293. (4 er. + 1 lofgerðarv.).
Herra guð skapað hefir jörð,
heil var, föst, þurr og berleg gjörð,
áföll vatna afskilin lézt
óbifanlega sett og fest.
294. (4 er. + 1 lofgerðarv.).
Helgasti guð, sem allt um lcring
áður gafst bjartan himna hring,
prýddan eldlegum ijóma lézt,
ljósi við jókst, sem sómir bezt.
295. (4 er. + 1 lofgerðarv.).
Voldugi guð, af vötnum mynd
veitt hefir margvislegri kind;
»Guðs verk á þriðja degi«.
Telluris ingens conditor,
mundi solum qui eruens,
pulsis aquæ molestiis
terram dedisti immobilem.
»Guðs verk á fjórða degi«.
Coeli deus sanctissime,
qui iucidum centrum poli
candore pingis igneo,
augens decore lumine.
»Guðs verk á fimmta degi«.
Magnæ deus potentiæ,
qui ex aquis ortum genus
1) Daniel I. bls. 57—62.