Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Side 189
189
303. Vor guð og faðir af.
Sb. 1589, bl. ccxv; sb. 1619, bl. 231; sb. 1671, bl. 297.
Sálmurinn, enn þakkargerð eftir máltíð, 8 erindi, er þýzkur
að uppruna, eftir ókunnan höfund, »Aus reicher milder Gút’«,
und lauter Wohlthata.1) Þýðingin er nákvæm, erindi til er-
indis, en heldur léleg. Upphaf:
Vor guö og faöir af oss föt og fæðu gaf
ástsemd og mildi og allt uppeldi.
Lagboði: »Sæll ertú, sem þinn guð«.
304. Pakki þér guði, því hann er oss góður.
Sb. 1589, bl. ccxv; sb. 1619, bl. 231.
Þessi þakkarsálmur eftir máltíð, 8 erindi, er eftir Jóhann
Horn, »Danket dem Herren, denn er ist sehr freundlich«.
Upphaflega var frumsálmurinn 6 erindi, en siðar var aukið
við tveim erindum aftan.2) Dönsk þýðing, »Takker Herren,
thi han er saare venlig«, er í sb. HTh. (bl. 330—1) og hefir
ekki viðaukaerindin. En islenzka þýðingin hefir þau og er
nákvæm, erindi til erindis, lítils háttar gölluð að rími. Upphaf:
Pakki pér guði, pví hann er oss góður,
gæzka hans ævinlega er oss meðurc.
Lagboði: »Sæll ertú, sem þinn guða.
305. Heiðrum vér guð af huga og sál.
Sb. 1589, bl. ccxv—ccxvj; sb. 1619, bl. 231—2; sb. 1671, bl. 297—8; sb.
JÁ. 1742, bls. 544-5; sb. 1746, bls. 544-5; sb. 1751, bls. 762-3; gr. 1730
og allir gr. síðan; s-msb. 1742. — Lagið er í sb. 1589 og 1619, gr. 1730
og öllum gr. siðan.
Sálmurinn, 6 erindi, er þýzkur að uppruna, eftir ókunnan
höfund, »Singen wir aus Herzens Grund«.3) Þýðingin er ná-
kvæm, erindi til erindis, en nokkuð gölluð um rim, einkum
1. er. Sálmurinn (5 erindi) var í sb. 1801—66 (nr. 306), þvi
nær óbreyttur. Upphafserindið er undir laginu (nr. 123).
Lagið, sem er jólalag úr kaþólskum sið, var snemma tekið
við þenna sálm í þýzkar sb., í ýmsum afbrigðum.4) t*að tók
og nokkurum breytingum í íslenzkum kirkjusöng síðar, fyrir
sakir áhrifa úr útlendum messusöngsbókum (pr. i ASæm.
Leiðarv., bls. 37, PG. 1861, bls. 41).
306. Mitt í lífi erum vér.
Sb. 1589, bl. ccxvj—ccxvij; sb. 1619, bl. 232—3; sb. 1671, bl. 298—9; sb. JÁ.
1742, bls. 547—8; sb. 1746, bls. 547—8; sb. 1751, bls. 765-6; gr. 1594, 1691
og allir gr. síöan. — Lagið cr í sb. 1619, gr. 1589, 1691 og öllum gr. síðan.
1) Wackernagel IV. bls. 194—5.
2) Wackernagel bls. 319; Tucher I. bls. 384—5; Fischer I. bls. 85.
3) Wackernagel bls. 571.
4) Zahn III. bls. 200—2.
24