Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Síða 191
191
Lagið er með sálminum í þýzkum sb.1) og með hinni
dönsku þýðingu í sb. HTh. (sem þó hefir að eins fyrra sálm-
inn, bl. 336—7).
> 309. Við daaða mig ei verja má.
Sb. 1589, bl. ccxviij—ccxix; sb. 1619, bl. 235; gr. 1691 og allir gr. sið-
an; s-msb. 1742. — Lag er í gr. 1691 og öllum gr. siðan.
Sálmurinn, 3 erindi, er eignaður Ambrósíusi Blaurer (presti
siðast í Biel, f. 1492, d. 1564), »Mag ich dem Tod nicht wi-
derstan«, upphaflega 5 erindi, en þegar á 16. öld var tekið
að fella aftan af tvö er., eins og hér er gert.2 3) Býðingin er
að öðru nákvæm, erindi til erindis, en gölluð um rim. Upphaf:
Við dauða mig ei verja má, minn andi mun eftir lifa,
verð eg falla frá, allfagur og klár, eilífur er
fús vil eg mig fram gefa. guði föður hjá, frjáls dauða frá,
Á hold og blóð að eyðast svo, og eilíft líf mun hafa.
ei spillist pó,
í sb. er lagboði: »Má eg ólukku ei móti stá«, en gr. hafa
einmitt tekið það lag upp við þenna sálm hér (sjá 236. sálm).
310. Hjálpa þú mér, herra Jesú Iírist.
Sb. 1589, bl. ccxix; sb. 1619, bl. 235.
Sálmurinn, 4 erindi, er nákvæm þýðing, erindi til erindis,
á sálminum: »Wenn mein Stiindlein vorhanden ist«, eftir
Nikulás Herman8), þótt breytt sé um rím og áður sé kominn
undir frumríminu (sjá 308. sálm). Þýðingin er gölluð að
venju. (Er og í Manuale Molleri). Upphaf:
Hjálpa pú mér, herra Jesú Krist, í striði pví svo eg standi vel,
heiminn vet við að skilja; strax eg mig fallinn annars tcl,
pegar dauðastund mig pvingar mest, ef pín hönd ei hjálpar mér,
pú munt mig hugga vilja, hjálpandi svo af eymdum hér.
Lagboði: »Nú bið eg, guð, þú náðir mig«.
311. Minn sæti Jesús, sanni gnð.
Sb. 1589, bl. ccxix—ccxx; sb. 1619, bl. 235—6; sb. 1671, bl.300—1; sb.
JÁ. 1742, bls. 551-2; sb. 1746, bls. 551—2; sb. 1751, bls. 769-70.
Sálmurinn, 5 erindi, er eftir Jústus Jonas, »Herr Jesu Christ,
o wahrer Gott«, mjög nákvæm þýðing, þótt 5. er. virðist
ekki hafa fylgt frumsálminum.4) Sálmurinn er og í Manuale
Molleri. Hann er i betra lagi, einnig um rím. Upphaf:
Minn sæti Jesús, sann guð, og í lifl mig móðir bar,
sjá mig nú hér i efstu nauð, cinn varst pú, guð minn, öflug htíf
eins sem pá fyrr eg getinn var og alla stund mitt ljós og líf.
Lagboði: »Faðir vor, sem á himnum ert«.
1) Zahn III. bls. 89.
2) Wackernagel bls. 473—4; Fischer II. bls. 45; Iíoch II. bls. 62 o.s.frv.
3) Wackernagel bls. 406.
4) Wackernagel III. bls. 45.