Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Qupperneq 192
192
312. Nú látum oss líkamann graja.
Sb. 1589, bl. ccxx; sb. 1619, bl. 236; sb. 1671, bl. 301; sb. JA. 1742,
bls. 552; sb. 1746, bls. 552; sb. 1751, bls. 770; gr. 1589, 1691 og allir gr.
síðan; s-msb. 1742. — Lagið er í sb. 1589, 1671, gr. 1594, 1691 og öll-
um gr. síðan.
Sálmurinn, 8 erindi, er í öndverðu orktur af Michael
Weisse, »Nun lasst uns den Leib begraben«, en honum vikið
við nokkuð og aukið við einu erindi, sumir ætla af Lúther.
í þessari mynd er sálmurinn þýddur hér, og gæti verið eftir
hinni dönsku þýðingu (sb. HTh., bl. 334.1) Áður var til
þýðing eftir Martein byskup (8. sálmur i kveri hans), og
virðist kenna áhrifa þaðan í 1. og 4. er., en að öðru er þýð-
ingin sjálfstæð, nokkuð gölluð að rími, og stendur þar að
baki þýðingu Marteins byskups, sem er rétt orkt. Þýðingin
var í sb. vorum á 19. öld, með nokkurum breytingum, sb.
1801—66 (nr. 231) og 1871—4 (nr. 393). Upphafserindið er
undir laginu (nr. 127).
Lagið fylgdi sálminum í ýmsum þýzkum sb.2) og er með
hinni dönsku þýðingu í sb. HTh., lítils háttar frábrugðið.
Það hefir haldizt nálega óbreytt i islenzkum kirkjusöng fram
á vora daga (pr. í ASæm. Leiðarv., bls. 56, PG. 1861, bls. 82).
313. Hér bið eg linni hrgggð og kvein.
Sb. 1589, bl. ccxx—ccxxj; sb. 1619, bl. 336-7; sb. 1671, bl. 301-2.
Þetta er hinn frægi útfararhymni eftir Aurelius Prudenlius
Clemens, »Jam moesta quiesce querela«,3) og er einnig á
latinu i gr. Þýðingin er nákvæm, erindi til erindis (10 er-
indi), furðusnjöll og lítt gölluð að rími. Upphaf:
Hér bið eg linni hryggð og kvein, börn sín, pvi dauðans dapra mein
harmi ei lengur móðir nein til dýrðar lífsins leið er ein.
Lagboði: »Einn guð skapari allra sá«.
314. Leggjum vér nú til hvíldar hold.
Sb. 1589, bl. ccxxj; sb. 1619, bl. 238; sb. 1671, bl. 302—3.
Sálmurinn, 4 erindi, er eftir Michael Weisse, »So lasst uns
den Leib behalten«4), gallaður um rím í þýðingunni. Upphaf:
Leggjum vér nú til hvíldar hold, hvcrs náð heims mönnum ókcnnda
hans sál bifölum guði í vald, hana varðveitir án enda.
Lagboði: »Einn guð skapari allra sá«.
1) Tucher I. bls. 336; Wackernagel bls. 292; Fischer II. hls. 117—20;
Skaar II. bls. 540—1; Brandt & Helweg I. bls. 146—7; Nulzhorn I. bls.
353-4.
2) Zahn I. bls. 100 (nr. 352).
3) Koch I. bls. 56; Wackernagel bls. 6.
4) Wackernagcl III. bls. 335.