Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Side 193
193
315. Um dauðann gej þú, drottinn, mér.
Sb. 1589, bl. ccxxj; sb. 1619, bl. 238; sb. 1671, bl. 303; sb. JÁ. 1742,
bls. 553; sb. 1746, bls. 553; sb. 1751, bls. 771; gr. 1691 og allir gr. síðan;
s-msb. 1742. — Lagið er í sb. 1589, 1619, gr. 1691 og öllum gr. síðan.
Sálmurinn, 5 erindi, er eignaður Hans Thomissön, »Herre
Gud, lær mig mit Endeligt« (sb. HTh., bl. 340—1), út af 39.
og 90. sálmi Daviðs.1 2) Þýðingin er nákvæm, erindi til er-
indis, ein hinna snjallari, og betri en frumsálmurinn, nálega
gallalaus um rim (að eins i 2. er. er sorgum: mörgum). Sálm-
urinn er og einn hinna fáu, sem enn haldast, og er nálega
óbreyttur, sb. 1801—66 (nr. 233), 1871 — 84 (nr. 369) og sb.
1886 og siðan (nr. 431). Upphafserindið er undir laginu
(nr. 128).
Lagið er og talið danskt og er með sálminum i sb. HTh.;
það hefir og haldizt í íslenzkum kirkjusöng (pr. i ASæm.
Leiðarv., bls. 66, PG. 1861, bls. 106).
316. Grátið ei lengur liðinn mann.
Sb. 1589, bl. ccxxj—ccxxij; sb. 1619, bl. 237; sb. 1671, bl. 302.
Þetta er þýðing hymnans, »Jam moesta quiesce querela«
(sbr. 313. sálm), nákvæm að vísu, en ein hinna lélegri að
öllu leyti. Upphaf:
Grátið ei lengur liðinn mann, sem rétl kristinn er upp farinn,
lítið hcldur á sannleik þann, fyrir dauða til lífs kjörinn.
í öllum sb. er lagboði: »Með líksöngslag«, sem vafalaust
táknar lagið við sálminn: »Nú látum oss líkamann grafa«.
317. Hver mann af kvinnu kominn hér.
Sb. 1589, bl. ccxxij—ccxxiij; sb. 1619, bl. 238—40.
Sálmurinn, 22 erindi, er eftir Nikulás Herman, »Der Mensch
wird von eifnejm Weib geborn«.s) Þýðingin þræðir frum-
sálminn, erindi til erindis, en gölluð að venju. Upphaf:
Hver mann af kvinnu kominn hér heims ævi stutt og eymdarleg,
kvöl og guðs reiði á sér ber, alls kyns mótlæti hlaðinn mjög.
Lagboði: »Nú látum oss likamann grafa«; í sb. 1589: »Nú
viljum vér hans líkama grafa«, sem er svo að skilja, að þýð-
andi hafi þýtt fyrirsögn og lagboða, en Guðbrandi byskupi
láðst að lagfæra þetta i samræmi við þýðinguna í sjálfri sb.,
en það er gert í sb. 1619.
318. í blœju eg einni er byrgður í mold.
Sb. 1589, bl. ccxxiij—ccxxiiij; sb. 1619, bl. 240—1. — Lagið er í
báðum sb.
Sálmurinn, 15 erindi, er eftir Hans Thomissön, »Jeg lægges
1) Skaar I. bls. 526; Nutzhorn II. bls. 316—18.
2) Wackernagel bls. 407—8.