Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Side 196
196
til erindis, og er i betra lagi (2. og 3. er. þó nokkuð gölluð
um rím). Upphafserindið er undir laginu (nr. 132).
Lagið er í þ^'zkum sb. á 16. öld og siðan við aðra sálma,
»Lob Gott getrost mit Singen« og »Ich dank’ dir, lieber Herreö.1)
Kynlegt er að sjá sálminn hafðan að lagboða, eftir að bæði
sálmur og lag er fellt burtu (ASæm. Leiðarv., bls. 50, PG.
1861, bls. 72).
324. Guð oss lœrdóm sinn Ijósan gaf.
Sb. 1589, bl. ccxxviij; sb. 1619, bl. 246—7; sb. 1671, bl. 310—11. —
Lagið er í sb. 1589 og 1619.
Sálmurinn, 14 erindi, er eftir Erasmus Alberus, »Gott
hat das Evangelium«.2 3) Þýðingin er nákvæm, erindi til
erindis, og yfirleitt i betra lagi, rímgallar þvi nær engir. Upp-
hafserindið er undir laginu (nr. 133).
Lagið er í þýzkum sb.8)
325. Sankíi Páll kenndi kristna trú.
Sb. 1589, bl. ccxxviij — ccxxx; Sb. 1619, bl. 247—8; Hgrb. 1772, bls. 393
—5. — Lagið er í sb. 1589 og 1619.
Sálmurinn, 22 erindi, er eftir Nikulás Herman, »Sankt Paul-
us die Korinthier«.4 5) Seinni hluti sálmsins er sumstaðar6)
gerður að sérstökum sálmi, »Gleichwie ein Waizenkörnelein«
— »Höfum til dæma hveitikorn«. Þýðingin þræðir frumsálm-
inn, erindi til erindis, og er í betra lagi, en sum erind-
anna þó gölluð að rími. Upphafserindið er undir laginu
(nr. 134).
Lagið er með sálminum í þýzkum sb., einnig eignað Niku-
lási Herman6); það er og með litlum afbrigðum með hinni
dönsku þýðingu sálmsins í sb. HTh. (bl. 364—6).
326. Efsii dagur snart mun gfir falla.
Sb. 1589 bl. ccxxx—ccxxxj; sb. 1619, bl. 248—50. — Lagið er i báðum sb.
Sálmurinn, 20 erindi, er eftir Michael Weisse, »Es wird
schier der letzte Tag herkommen«.7) Þýðingin er nákvæm,
erindi til erindis, en gölluð nokkuð um rim. Upphafserindið
er undir laginu (nr. 135).
Lagið er með sálminum í þýzkum sb.8)
1) Zalin III. bls. 384—5; Tucher II. bls. 173.
2) Wackernagel bls. 220.
3) Zahn I. bls. 479.
4) Iíoch I. bls. 397; Wackernagel III. bls. 1176-7.
5) Tucher I. bls. 367—8.
6) Zahn I. bls. 105.
7) Wackernagel bls. 253—4.
8) Zahn I. bls. 372.