Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Page 198
198
331. Sœlir eru, þeim sjálfur guð.
Gr. 1594 (á 19.—21. sd. e. trin.) og allir gr. siðan; s-rasb. 1742. —
Lagið er í öllum gr.
Sálmurinn, 6 erindi + 1 lofgerðarvers, er út af 32. sálmi
Daviðs og öldungis samhljóða sálminum: »Wohl dem Men-
schen, dem Súnden viel«, eftir Burkard Waldis ‘), þó að
erindin séu þar 5, enda er bragarháttur sami. Þýðingin er
ein hinna beztu, varð og langlif og er í sb. á 19. öld, sb.
1801—66 (nr. 139) og 1871—84 (nr. 243), breytt nokkuð.
Upphaf:
Sælir eru, þeim sjálfur guð Sæll er sá mann, þeim guð þess ann,
syndir af náð tilgefur, um löst engan átelur,
og hverra brot og breyskleik með af hug iðrast og synd flýr fast,
blóð Jesú hulið hefur. sjálfs guðs miskunn sig felur.
Um lagið vísast til 98. sálms.
332. Eilífur guð og faðir kœr.
Gr. 1594 (á föstud. langa) og allir gr. siöan; sb. 1619, bl. 76—9; s-msb.
1742. — Lagið er í öllurn gr. og sb. 1619.
Þessi piningarsálmur, 29 erindi, er eftir danskan aðals-
mann, Knud Gyldenstjerne (f. 1498, d. 1552), lagfærður af
Pétri byskupi Palladius, »0 Gud, vor Fader i Evighed« (sb.
HTh., bl. 64 o. s. írv.).1 2 3) Þýðingin er í lélegra lagi, gölluð í
meira lagi um lokarím. Upphafserindið er undir laginu
(nr. 137).
Lagið er við sálminn í sb. HTh. og i gr. NJesp. (bls. 176
o. s. frv.).“) Pað hélzt í islenzkum sálmasöng fram á 19. öld
(pr. i ASæm. Leiðarv., bls. 77).
333. Til þín, lieilagi herra guð.
Um þenna sálm nægir að vísa til 146. sálms.
334. Allir guðsþjónar, alhugið.
Gr. 1594 (söngur frá kyndilmessu til níuviknaföslu) og allir gr. síð-
an; s-msb. 1742; sl). 1619, bl. 156—7. — Lag er í öllum gr.
Sálmurinn, 3 erindi -f- 1 lofgerðarvers, er út af 134. sálmi
Daviðs. Ekki finnst nú undir satna hælti samsvarandi sálm-
ur útlendur, en að sjálfsögðu svipar lionum að öðru leyti til
annarra útlendra sálma, sem orktir hafa verið af sama efni.
Sálmurinn er i betra lagi, nálega gallalaus að rími. Hann
varð siðar prestvigslusálmur og tekinn upp i ,Nýjan við-
bæli‘ 1861 og 1863 (nr. 223), með breytingum sira Steláns
Thorarensens, og sb. 1871—84 (nr. 526). Upphaf:
1) Wackernagel III. bls. 657.
2) Brandt & Ilehveg I. bls. 58—60 (Omrids, bls. 13).
3) Nutzhorn II. bls. 58—63.