Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Side 199
199
Allir guðsþjónar, athugið, með dyggð og trú um dag og nátt
að hans hús vel forstandið, drottins orð vel á allan hátt
syngið guðs lof og predikið birtið, breiðið um landið.
og hans þjónustu vandið;
Lagið er hið sama sem við sálminn: »óvitra munnur
segir svo« (sjá 142. sálm og lag nr. 65), enda er sá lagboði
í sb. 1619.
335. Lofið guð í hans lielgidóm.
Gr. 1594 (á 22.-4. sd. e. trin.) og allir gr. síðan; s-msb. 1742; sb.
1619, bl. 213—14. — Lagið er í öllum gr. og sb. 1619.
Sálmurinn, 3 erindi + 1 lofgerðarvers, er eftir Burkard
Waldis, út af 150. sálmi Davíðs, »Lobt Golt in seinem Hei-
ligthuma.1) Þýðingin er nákvæm, en gölluð nokkuð að rimi.
t*ó hélzt hún óbreytt, að kalla má, og var með litlum breyt-
ingum i sb. 1801 — 66 (nr. 104) og 1871—84 (nr. 152). Upp-
hafserindið er undir laginu (nr. 138).
Lagið er og eflir Burkard Waldis og var upphaflega við
sálminn: »Wann unser’ Oberkeit in Noth«, en snemma tekið
við þenna sálm, einnig í þýzkum sb.2 3 *), og hafði höfundur
þó einnig samið sérstakt lag við hann. Lagið fylgdi enn
sálminum á 19. öld (ASæm. Leiðarv., bls. 52, PG. 1861,
bls. 74).
Hér næst kemur i sb. 1619: »Salve, Jesu Christe, vor frels-
ari«, sem einnig er i gr. 1607 og öllum gr. síðan, og s-msb.
1742, alstaðar með nótum, og var ætlað til aftansöngs. Gísli
byskup Jónsson hafði áður þýtt ,salve‘ þetta (16. sálmur í
kveri hans) úr dönsku, »Salve Jesus Christus, vor Frelser-
mand«, en i rauninni er þetta gömul kaþólsk antifóna, sem
vikið er við, »Salve regina, mater misericordiæ«.8) Hefir
Guðbrandur bjrskup lagað eða laga látið hina hræmulegu
þýðing Gisla byskups og tekið lagið úr sb. HTh. (bl. 44—8).
En með því að hér er ekki um eiginlegan sálm að ræða,
skal ekki nánara rakið.
336. Minnstu, [ó,] maður, á minn deyð.
Gr. 1607 (í viðauka) og allir gr. síðan; s-msb. 1742; sb. 1619, bl. 79;
sb. 1671, bl. 87; sb. JÁ. 1742, bls. 164-5; sb. 1746, bls. 164-5; sb. 1751,
bls. 165—6. — Lag er í gr. 1691 og öllum gr. síðan.
Sálmurinn, 9 erindi, er eftir Nikulás Selneccer, byskup í
Leipzig (f. 1530, d. 1592), »Also sterb’ ich, o Mensch, fúr
1) Wackernagel III. bls. 682; Zahn III. bls. 474.
2) Zahn III. bls. 472.
3) Bruun I. bls. 168 og 150—2; Brandt & Hehveg I. bls. 30—1; sbr.
og Wackernagel bls. 19; Báumker I. bls. 63.
\