Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Qupperneq 206
206
Lagboði: »Ma eg ólukku ei móti stá«.
352. Jesús, mín hjálp og huggun greið.
Sb. 1619, bl. á43—4; sb. 1671, bl. 306; sb. ÍÁ. 1712, bls. 557-8; sb.
1746, bls. 557—81, sb. 1751, bls. 775-6.
Sálmurinn, 7 erindi, er eftir ókunnan höfund, »Weil du
fur mich den bittern Tod«.1) Þýðingin þræðir frumsálminn,
erindi til erindis, og er í betra lagi, nálega ógölluð um loka-
rím (í 5. er. þó rimað önd: stund). Upphaf:
Jcsús, mín hjálp og huggun greið, fyrir þilt blóð og beiskan deyð,
hold þitt á krossi pinu leið, bjarga þú mér frá allri ncyð.
Lagboði: »Með hymnalag«.
353. Hjarlans mun fögnuð jœra.
Sb. 1619, bl. 252-5; sb. 1671, bl. 314-17.
Þessi upprisusálmur, 31 erindi, er eftir tónskáldið Jóhann
Walther, »Herzlich thut mich erfreuen«.2) Má telja hann i
tölu hinna tilkomumestu sálma með lútherskum þjóðum.
IJýðingin er nákvæm, fellir að eins niður 3 erindi frumsálms-
ins (20., 29. og 34. (síðasta) er.). Þýðingin er ekki að eins
vönduð að kveðandi og rimi (eini rímgallinn i þessum langa
sálmi er i 5. er., rímað vist: Iirist), heldur og að andagift
ein hinna snjöllustu þessara tíma, þótt ekki yrði langlif hér
á landi. Likur benda til þess, að síra Ólafur Einarsson muni
hafa þýtt sálminn (sbr. það, sem segir við 370. sálm), enda
var hann snjallast skáld á íslandi sinna daga. Fyrst hirtist
þýðingin í Manuale Molleri 1611 (og siðar), enda var sálm-#
urinn einnig i hinni þýzku frumútgáfu. Myndi þá sönnu næst,
að sami sé þýðandi allra sálmanna þar, enda hera sumir
þeirra af öðrum, er samtímis voru þýddir, að snilld (t. d.
347. sálmur); ef til vill hefir síra Ólafur Einarsson einnig
þýtt allt Manuale Molleri, þótt ekki sé þess getið. lJað má
sjá, að Oddur byskup Einarsson, bróðir sira ólafs, hefir og
þýlt nokkuð af þessum sálmi (5 erindi), heldur liðlega, en á
annan veg en hér er gert: »Mig gerir af hjarta glaðan«; ekki
hefir sú þýðing verið prentuð, en finnst í hdr. i Lbs. 199,
8vo., og JS. 583, 4to. Upphaf þessarar þýðingar (síra Ólafs)
og frumsálmsins er svo:
Hjartans mun fögnuð færa
sú fegursta sumartið,
þá allt vitt endurnæra
atmektin drottins blíð;
hauður og himna bæði
Herzlich thut mich crfreuen
die licbc Sommerzcit,
wenn Gott wird schön vcrncucn
alles zur Ewigkeit;
denn Himmcl und die Erden
1) Wackernagel V. bls. 265—6.
2) Wackernagel bls. 376—9.