Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Page 208
208
Sálmurinn er 24 erindi, frumorktur á dönsku, »Vaagn op,
o Synder, og tænk dig om«, eftir Albert Hansön, síðast
byskup i Árósum (d. 1593).Þýðingin er nákvæm (að eins
aukið inn i 22. og 23. er. eða réttara sagt gerð 3 er. úr sið-
asta erindi frumsálmsins). Þýðingin er og hin snjallasla og
rammíslenzkt bragð að; t. d. er dómsdegi likt við þingdag
(5. er.). Rími og kveðandi er undravel haldið, við jafnþung-
an brag (rímlýti: kvon: þjón, 7. er.; þént: pint, 17. er.; guð:
boð, 21. er.; guð: nauð, 22. er.). Upphaf:
Sál min í trú | sannri ger þú bú þig snart við | með beztan sið
syndanna iðran hreina; burt frá syndum þig sniða;
dómsdagur hcr | fyrir dyrum er, því klingir nú | klár raustin sú:
droltinn vill réltinn greina; Komið til drottins tíða.
Viðkvæði allra erindanna eru tvær hinar síðustu Ijóðlínur,
og er sama i frumsálminum með öllum erindum hans: »Thi
Rösten klinger all Verden om: | Venite ad judicium«.
Lagboði: »Ó, Jesú, þér æ viljum vér«.
355. Hver sem vildi, að hólpinn sé.
Sb. 1619, bl. 259—60; gr. 1691 og allir gr. siðan; smsb. 1742.
Sálmurinn, 22 erindi, er orktur út af »Symbolum Atha-
nasii: .Quicunque vult salvus esse‘«, þ. e. trúarjátniogargrein-
um þeim um þrenning guðs, er hefjast með þessum orðum
á latínu og venjulega eru kenndar við Aþanasíus byskup, en
eru þó raunar ekki frá honum runnar, að hyggju fróðra
manna, heldur til orðnar á 5. öld, og urðu síðan einn trú-
arjátningarliður kaþólskra manna. Til var laiínskur hymni
út af greinum þessum, með sama upphafi, og einmitl, að
þvi er virðist, einungis i Breviarium Nidrosiense 15191 2) (sbr.
þó gr. NJesp., bls. 447), og þá vafalaust einnig í Breviarium
Holense Jóns byskups Arasonar. Má því vel vera, að sálmur
þessi sé þýddur upp úr þeim hymna, þólt bragarháttur sé
þrenns konar i Breviarium Nidrosiense. IJó er til sams konar
sálmur á þýzku, mjög svipaður, en nokkuru lengri.3) Sálm-
ur þessi er stirður og klaufalega kveðinn, einkum rangar
áherzlur sumstaðar og framburðarbrjál undarlegt; t. d. sé:
kunni og þá: eilíflega (1. er.), trú: þrenningu (2. er.), þá:
eilífa (22. er.). Upphaf:
Ifver sem vildi, að hólpinn sc, heila ilekklaust scm hélt ei þá
helga trú einkum vel kunni; hann ferst eflaust eilíflega.
1) Brandt & Helweg I. bls. 206—8 (og Omrids, bls. 27).
2) Danicl V. bls. 208 tilfærir hymnann að eins cftir Brev. Nidr.
3) Wackernagel IV. bls. 813—15.