Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Síða 213
213
Tvær síðuslu Ijóðlínurnar eru viðkvæði, er rg sálmurinn
í snjallasta lagi, gallalaus um rím, að kalla má; mun
liann því frumkveðinn og svipar til síra Ólafs Einarssonar.
1 fyrirsögninni stendur »einn lofsöngur um góðan afgang af
orðum sankli Páls 2 Kor. 5« (í sb. JÁ. 1742 og hinum sið-
ari er prentvilla: 1 Kor. 5).
Lagboði: »Ó, Jesú, þér æ viljum vér«.
370. Anda þinn, guð minn góði.
Sb. 1619, bl. 271-2; sb. 1671, bl. 327-8.
Sálmurinn, 15 erindi, er eftir Jeremias Nicolai, síðast byskup
í Waldeck (f. 1558, d. 1632), »Herr Christ, thu mir verlei-
hen®.1) Þýðingin er nákvæm, erindi lil erindis, ein hinna
snjöllustu, ógölluð að rimi, að kalla má. Þýðandi virðist vera
síra ólafur Einarsson í Ivirkjubæ, þótt ekki sé nefndur, með
því að orðfæri og orðatiltækjum svipar til sálms hans: »Ó,
Jesú, önd mín leitarcc (364. sálmur). Sálmurinn minnir og
fastlega á sálm Jóhanns Walthers, »Herzlich thut mich er-
freuen« (353. sálmur, »Hjartans mun fögnuð færa«), svo að
kalla má stæling á honum, enda er ekki annað sýnna en
sami sé þýðandi beggja. t*essi skoðun styrkist enn meir við
það, að eftir að þessi athugun var gerð, kom það í ljós, að
þýðing þessi virðist einmitt talin til sálma sira Ólafs Einars-
sonar í Lbs. 847, 4to. Upphaf:
Anda þinn, guð minn góði, af pinni himnahöll,
gef þú mér nú til þess, hver mig af hjarta gleður,
eg syngi í sálmahljóöi hvar eg réttlátum meður
sætast þér dýrðarvers mun búa um árin öll.
Lagboði: »Konung Davíð sem kenndi«.
371. / allri negð þá er mitl skjól.
Sb. 1619, bl. 272—3; sb. 1671, bl. 328-30.
Sálmurinn er 16 erindi og hefst svo:
í allri neyð þá er mitt skjól samt bregzt mér aldrei aðstoð pin,
undir væng, drottinn, þinum; er því glöð jafnan sálin min
þó að umbreytist heimsins hjól í hæstu heimsins pínu.
hér eftir vanda sínum,
Ekki hefir fundizt bein útlend fyrirmynd að sálmi þess-
um; má því vera, að hann sé frumkveðinn á íslenzku, enda
vel kveðinn, gallalaus um rím (vel: kvöl (13. er.) má telja
framburð). Svipar honum mjög til síra Einars í Heydölum
eða þeirra frænda.
Lagboði: »Til þín, heilagi herra guð«.
1) Wackernagel V. bls. 260—1; Koch II. bls. 341—3; Fischer I. bls. 254.
27
/