Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Síða 215
215
svo að mér ótta slær;
eg veikur má varla líða,
veiztu þá hugraun striða;
af hcnni mér hjálpað fær.
dölum og tekinn upp úr Vísnabók 1612 (bls. 80; 2. úlg. 1740,
bls. 78; þó er sleppt hér 8. (síðasta) er.). Sálmurinn er lið-
legur og rétt kveðinn. Upphaf:
Heyr þú mig, læknir 15'ða,
lifandi Jesús kær,
eg klaga fyrir þér þann kvíða,
er kremur mitt hjarta nær,
Lagboði: »Konung Davíð sem kenndi«.
375. Heyr mín liljóð.
Sh. 1R19, bl. 276-7; sb. 1671, bl. 333-4; sb. JÁ. 1742, bls, 579—80;
sb. 1746, bls. 579—80; sb. 1751, bls. 795-6; Hgrb. 1772, bls. 238—40.
Sálmurinn, 7 erindi, hefir verið eignaður Bjarna Borgfirð-
ingaskáldi1) og talinn einn hinna hjartnæmustu íslenzkra
sálma, enda snjallt kveðinn og gallalaus að gerð, þótt dýr
sé háttur. Er þetta einn hinna örfáu sálma frá þessum tima,
þeirra sem enn lifa í islenzkum kirkjusöng, að vísu með
lítils háttar breytingum, i sb. 1801—66 (nr. 146, lítt breyltur,
en fellt úr eitt er.), sb. 1871—84 (nr. 210, samhljóða, en
aukið í er. því, sem úr var fellt), sb. 1886 og allar sb. síðan
(nr. 265, enn með fáeinum breytingum, og fellt úr eitl er.).
Upphaf:
Heyr míu hljóð, himnaguð, hjartað mitt
hrópar fljólt, af harmi mótt, á hjálpráð þitt;
við bernskuæði brjóst ger kvitt,
svo barni þínu verði fritt,
fyrir herrann Jesúm hrelling slytt.
Lagboði: »Avi, aví, mig auman mann«.
376. Heiminn vor guð.
Sálmurinn er 6 erindi, orktur út af Jóh. 3. Ekki finnst
útlend fyrirmynd, né heldur • lagið. Er sálmurinn tilkomu-
lítill, þótt lítt sé gallaður um rím og áherzlur, enda varð
hann ekki langlífur, finnst að eins i sb. 1619 (bl. 277).
Upphafserindið er undir laginu (nr. 147).
377. Velkominn, Jesú Krist.
Sb. 1619, bl. 277—8; sb. 1671, bl. 334-5; sb. JÁ. 1742, bls. 581—2;
sb. 1746, bls. 581—2; sb. 1751, bls. 796—7. — Lagið er í sb. 1619.
Sálmurinn er 9 erindi, orktur út af Lúk. 24, og er upp-
hafserindið undir laginu (nr. 148). ísland er tvívegis nefnt í
sálminum, svo að íslenzkur hlýtur hann að vera, þó að
höfundar sé ekki getið. Sálmurinn er nauðaómerkur og
gallaður um rím og áherzlur.
Lagið er eignað Jakob Regnart, tónskáldi og söngstjóra
1) Jón Þorkelsson: Digtningen pá Isl., bls. 400.